Matargjörningur: m a s a eftir Hugo Llanes og Catherine Rivadeneyra Bello

18.10.2025

19:00

–22:00

m a s a er gjörningur í formi matarupplifunar eftir Hugo Llanes &  Catherine Rivadeneyra sem kannar maís sem menningarleg og efnisleg tengsl milli heimaríkis þeirra, Mexíkó, og Íslands þar sem þau eru nú búsett. Þessi upplifun á rætur sínar í minningum, fólksflutningum og sameiginlegum máltíðum og hvetur til íhugunar um nærveru sem grundvallarþátt gestrisni og næringar – þar sem hið ætilega verður ljóðrænt. m a s a fagnar staðbundinni menningu og því að tilheyra og skapar rými þar sem menningarsaga, hefðir, þekking og samvera renna saman.

Staðsetning: Safnahúsið, Listasafn Íslands

Verð: 12.999 kr.-

Takið frá miða HÉR

Ljóð, textar og orð: Mildred Rivadeneyra Bello

Keramík: Viktor Breki

Sviðsmynda hönnun: Laufey Soffía

Búningar: repüp by Eva Ísleifs

Vínyl sett: Carlos Mexa

Drykkir frá: La Poblana & OME

Hugo Llanes og Catherine Rivadeneyra Bello

Hugo Llanes (f. 1990, Mexíkó) er myndlistarmaður búsettur í Reykjavík, Íslands, sem rannsakar pólitíska og félagslegar sprungur og fagurfræðinni sem sprettur úr þeim. Í þátttökulistaverkinu m a s a skoðar Llanes maís sem menningarlega og efnislega tengingu milli heimaríkis síns, Mexíkó, og núverandi heimilis hans á Íslandi.

Í samstarfi við kokkinn Catherine Rivadeneyra Bello heldur hann kvöldverðarveislu og samverustund þar sem maís er í forgrunni, bæði sem hráefni og tákn, og býður gestum að taka þátt í skynrænni upplifun sem sprettur úr minningum, tengslum milli staða og sameiginlegri næringu. Samhliða kvöldverðinum er boðið upp á skapandi og leikandi vinnusmiðju fyrir börn þar sem þau móta eigin verk úr maíshveitideigi, sem síðan eru steikt og tekin með heim. Með því að flétta saman gjörning, mat og samfélag umbreytist verk Llanes í hátíð sameiginlegrar tilveru, þar sem menningarlegar sögur og líkamsbundin þekking mætast yfir kynslóðir og staði.