Gjörningur: Tacet: Extrinsic eftir Hildi Elísu Jónsdóttur og Elju

19.10.2025

15:00

–16:00

Í nýjasta verkefni sínu Tacet: Extrinsic rannsakar Hildur Elísa hugtakið þögn, bæði sem hljóð og hlé og vinnur í samstarfi við strengjakvartett til að skapa tónleika sem ögra hefðbundinni hlustun. Með því að flétta vandlega tímasett hlé inn í tónflæðið býður flutningurinn áhorfendum að endurmeta mörkin milli hljóðs og þagnar, nærveru og fjarveru, og undirstrikar tjáningarmátt hins hljóðláta sem órjúfanlegan hluta tónlistarupplifunar.

Hildur Elísa Jónsdóttir (1993) er myndlistarmaður og tónskáld búsett í Amsterdam. Hún hefur áhuga á frásagnarhefðum og því að skapa alltumlykjandi upplifanir í rými, sem oft sækja innblástur í hversdagslega hluti og uppákomur og notast við tíma og endurtekningar til þess að sýna viðfangsefni sín í nýju ljósi. Verk hennar þrífast í þverfaglegum rýmum og gera tilkall til sýningarrýma sinna, þ.e. notast bæði sýningarnar sjálfar og verk annarra sem leikmynd. Þau eru leikræn en andæfa svarta kassanum, geta rjúfa rými og krefjast tafarlausrar athygli.

Hún lauk MA í tónlistardrifnum gjörningum frá Sandberg Instituut, BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2019 og burtfararprófi á karínettu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Verk hennar hafa verið sýnd og flutt á einkasýningum í Ásmundarsal (IS), Gallerí Úthverfu (IS) og Y Gallery (IS), á samsýningum í Arti et Amicitiae (NL), Kjarvalsstöðum (IS), Nordatlantens Brygge (DK), Nýlistasafninu (IS), POST (NL) og SIGN (NL) og verið valin á hátíðar á borð við Gaudeamus (NL), Hamraborg Festival (IS), Nordic Music Days (UK), O. Festival (NL), Opera Forward Festival (NL), Platform Nord (NO), Rewire (NL), Tokyo Biennale (JP) og Ung Nordisk Musik.

RSNO Sibelius Seven & Nordic Music Days at The Glasgow Royal Concert Hall. Pictured Hildur Elísa Jónsdóttir the Silent Performer (on right) 
 Photograph by Martin Shields Tel 07572 457000 www.martinshields.com © Martin Shields