Handan Tímans í Nýlistasafninu

11.10.2025

–20.10.2025

12:00

–18:00

Handan tímans sameinar listamenn sem kanna pólitík tímans út frá sjónarhornum kynþáttahyggjunnar. Verk þeirra Santiago Mostyn, Sheida Soleimani, Ina Nian, Tabita Rezaire, Lagos Studio Archives og Sasha Huber endurspegla sögur nýlendustefnu, þrælahalds og kerfisbundinnar vanrækslu. Sýningin sækir innblástur í hugmyndir Christinu Sharpe um lífið „í kjölfar“ þrælahalds og skoðar hvernig tími og hæglæti eru metin og upplifuð með ólíkum hætti. Verkin varpa fram spurningum um hvaða sögur eru varðveittar, hverjum tíminn er helgaður og hvernig endurheimt tímans getur orðið að andspyrnu. 

(SE)

Ina Nian (f. 1992, Svíþjóð) er sænsk listakona sem vinnur með gjörninga, skúlptúr og innsetningar þar sem hún rannsakar svartleika, nánd og holdlega mótspyrnu. Hennar hugmyndafræðilega aðferð, Black Noise, endurraðar skjalasafninu með því að virkja ólínulega, ómyndræna tíðni – og beina athygli að því sem hefur verið sogað út úr sögunni eða gert ósýnilegt. Í langtímarannsókn sinni á járnviðskiptasögu Svíþjóðar á nýlendutímanum leitast hún við að endurstilla skilning okkar á fortíðinni með því að virkja jaðarsettar skynleiðir.

Í Black Noise #7 rekur hún lágtíðnisuð sögu hefur verið þögguð niður og stillir inn á tíðnir liðinnar fortíðar sem hefur of oft verið þögguð. Í gegnum draugalega sögu Hans Jonathans – fyrsta svarta mannsins sem lifði frjáls á Íslandi eftir að hafa sloppið úr ánauð í Danmörku – hlustar Ina ekki aðeins eftir fótsporum hans, heldur einnig eftir hljóðlátu bergmáli mótspyrnu, sjálfsbjargarviðleitni og þörfinni að tilheyra sem enn hljómar í íslensku landslagi. Verk hennar er hljóðræn fornleifarannsókn sem grefur upp falinn titring nýlenduarfs milli Íslands, Danmerkur og víðar og spyr: hvernig hljómar frelsið þegar það er ekki skráð, heldur á sér aðeins stað í minningum? Með ljóðrænni nákvæmni kortleggur hún rými þar sem hljóð verður að minni og minnið að réttlæti – ekki háværu, heldur þrálátu, eins og sjálft Black Noise.

Lagos Studio Archives (Karl Ohiri, f. 1983, London, Bretland, og Riikka Kassinen, f. 1979, Kemi, Finnland) er fjölgreina verkefni og lifandi skjalasafn tileinkað varðveislu og endurvakningu gleymdri sögu stúdíóljósmyndunar víðs vegar um Vestur-Afríku. Í gegnum sýningar, rannsóknir og samstarf skoðar verkefnið fagurfræði, pólitík og félagslegan heim sem fangaður er í stúdíóportrettum frá miðri 20. öld og fram á okkar daga. Með áherslu á Lagos sem menningar- og ljósmyndamiðstöð staðsetur safnið staðbundna sögu í víðara samhengi dreifðra samfélaga og nýlenduarfs. Verkefnið leggur sérstaka áherslu á að miðla sjónrænni sögu með afrískra höfunda- og minni í fyrirrúmi.

Archives of Becoming flettir ofan af brothættu og óstöðugu eðli bæði minnis og tíma. Ljósmyndirnar – endurheimt stúdíóportrett sem hafa umbreyst af efnafræðilegu niðurbroti, myglu og veðrun – svífa á mörkum nærveru og hvarfs. Verkin birtast draugaleg og ljómandi; andlit hverfast í litahringi, sjálfsmyndir leysast upp í abstraktform. En einmitt í þessu millirými öðlast þau nýja dýpt. Þau eru ekki aðeins heimildir um einstaklinga sem eitt sinn voru ljósmyndaðir, heldur hugleiðingar um hvað það þýðir að reyna að halda í eitthvað – sögu, mynd, líf. Það er mýkt í skemmdinni, undarleg fegurð í niðurbrotinu. Myndirnar hafna væntingunum um að skjalasafn sé hreint og heilsteypt. Þær sýna í staðinn skjalasafnið sem lifandi fyrirbæri, viðkvæmt fyrir tíma, loftslagi og vanrækslu. Niðurbrotið er ekki aðeins efnislegt – það er pólitískt. Það bendir á kerfin sem bregðast við því að vernda ákveðnar sögur, einkum þær sem liggja utan ráðandi vestrænna stofnana.

(SE/US)

Santiago Mostyn (f. 1981, San Francisco, Bandaríkin) er trínidadísk-amerískur listamaður með aðsetur í Svíþjóð. Hann vinnur þvert á miðla – kvikmyndir, innsetningar og ljósmyndun – þar sem hann rannsakar nýlenduarfleifð, minningar dreifðra samfélaga og pólitík framsetningar. Oft fléttar hann saman efni úr skjalasöfnum og ljóðrænum persónulegum frásögnum. Verk hans kanna hvernig líkamar svartra og jaðarsettra hópa hreyfast í gegnum opinbert rými, sögu og tíma. Hann vinnur með brotakenndar frásagnir sem spegla klofna reynslu svartra í vestrænum samfélögum. Með því að sameina skjalafilmur, persónuleg gögn og hægt flæði myndefnis vekur Mostyn tilfinningu fyrir arfgengri áfallasögu og togstreituna á milli þess að tilheyra og vera útilokaður.

Red Summer Edit (New Jewel) flettir varlega ofan af því hvernig tilfærsla og nýlendustefna rjúfa sjálfsmynd og minningar með tímanum. Með myndmáli sem vísar til pólitískrar sögu Karíbahafsins, borgaralegra átaka í Bandaríkjunum og frelsishreyfinga, mótar Mostyn fagurfræði rofs – sem hafnar línulegum frásögnum opinberrar söguskráningar. Ljósmyndaröð hans skoðar hvernig svartir líkamar eru neyddir til að upplifa tímann á öðrum forsendum. Með því að flétta saman persónulega, pólitíska og sameiginlega tíma sýnir Red Summer Edit klofna hrynjandi tilvistar tvístraðra hópa.

(FI/CH/HT)

Sasha Huber (f. 1975, Zürich, Sviss) er svissnesk-haitísk-finnsk listakona sem vinnur með nýlenduarfinn, sögulegt ofbeldi og pólitíska minnisvarða. Hún endurheimtir frásagnir sem hafa verið þaggaðar niður og skoðar hvernig nýlenduherra hefur verið minnst og þeir heiðraðir. Langtímarannsókn hennar á sögu aðgerða og viðgerðartengdu minni er miðlæg í listsköpun hennar. Með gjörningum og íhlutandi aðferðum – eins og táknrænum „endurnefningum“ eða „endurheimtum“ landslags – ögrar hún ríkjandi söguskráningu og undirstrikar mikilvægi réttarbóta og endurreisnar.

Verkin Tailoring Freedom og Land Back Now eru ströng og ljóðræn viðbragðsverk – verkefni sem gera sýnileg tengsl sögu, minnis og óréttlætis með látbragði, endurtekningu og efni. Í Tailoring Freedom býr Huber til viðkvæmar, stingandi portrettmyndir af fyrrum þrælum sem börðust fyrir frelsi sínu í haitísku byltingunni, einstaklingum sem Louis Agassiz tók myndir af í kringum1850, við Harvard í grimmilegum tilgangi kynþáttafræðilegra gervivísinda. Þessar sömu myndir voru nýlega í brennidepli dómsmáls sem Tamara Lanier, afkomandi Renty, höfðaði gegn Harvard og vann, þar sem hún mótmælti eignarrétti skólans yfir myndunum. Í Land Back Now beinir Huber sjónum að Morse-kóðanum og skapar skúlptúrverk sem stafa kröfur um fullveldi frumbyggja með takti og endurtekningu. Morse-kóðinn virkar bæði sem tungumál og skúlptúrform – kóði sem þarf að lesa í gegnum hægagang, snertingu og þýðingu. Þessar punktalínur enduróma saumspor Tailoring Freedom; bæði verkin snúast um það hvernig mótspyrnu er miðlað í gegnum tímann, hvernig sögur lifa af í brotakenndum eða dulbúnum myndum.

Sheida Soleimani (f. 1990, Indianapolis, Bandaríkin) er íransk-amerísk listakona sem vinnur þvert á miðla með ljósmyndum, skúlptúr og pólitískri ádeilu. Hún dregur innblástur úr eigin bakgrunni í sögu fjölskyldu sinnar af lífi í pólitískri útlegð. Í verkum sínum setur hún upp flókin sjónræn svið þar sem hún gagnrýnir ofbeldi af hálfu ríkisins, mannréttindabrot og samsekt Vesturlanda. Með kraftmiklu myndmáli, sem einkennist af brotum og táknrænni háðsádeilu, beinist athyglin að því hvernig fjölmiðlar móta og skekkja frásagnir frá Miðausturlöndum. Soleimani umbreytir sögulegum tímalínum með því að setja atburði úr samhengi, brjóta upp vestrænar frásagnir og skapa rými fyrir aðrar, oft þaggaðar, sögur um íranska sjálfsmynd, dreifingu og pólitískt ofbeldi.

Verkið Ghostwriter er áköf og óttalaus könnun á persónulegum og pólitískum áföllum – þar sem viðfangsefnið er hin ómögulega tilraun að þýða vitnisburð í mynd og þögn í form. Röðin byggir á viðtölum sem Soleimani tók við móður sína, fyrrum pólitískan fanga sem varð fyrir ofsóknum í byltingunni í Íran 1979. Með handgerðum sviðsmyndum, efni úr skjalasöfnum og táknum sem vísa til pyntinga, flótta og mótspyrnu skapar hún sjónrænar klippimyndir sem eru bæði sviðsettar og sársaukafullar í raunsæi sínu. Verkið vekur spurningar um það hver hefur rétt til að segja söguna, hver ber afleiðingar hennar og hvernig minningar virka þegar skjalasafnið er munnlegt, brotið eða bælt niður. Í Ghostwriter er engin lausn, enginn endir í sátt – en afl felst í sjálfri frásögninni og endurtekningunni.

Anonymous, Unitled, Lagos, c.1990s from the series Archive of Becoming. Courtesy of Lagos Studio Archives.