Opening: Decay and Field at Kling & Bang

10.10.2025

17:00

–19:00

At Kling&Bang, two large installations will be presented: Field by Sigurður Guðjónsson and Decay by Fischersund Collective. 

In Field, Guðjónsson presents a new immersive video installation, where material, sound, and light converge in a slow, meditative choreography. At the core of the work is an exploration of glass—not as a transparent or decorative object, but as a medium abstracted beyond recognition.

The Fischersund Collective presents an immersive, multi-sensory installation that meditates on the poetics and politics of decay—both as a natural process and a conceptual gesture. Through fragrant sculptural forms that slowly release scent into the space, hand-painted photographs that blur time and memory, textured video works, and looping sound compositions played on analog tape machines, the exhibition creates a tactile, atmospheric environment where decomposition becomes a site of reflection rather than loss.

In tandem with the opening, a new edition of Dunce Magazine will be published.

The exhibition is until 23 November at usual opening times of Kling&Bang in the Marshallhouse.

Fischersund Collective er íslenskt lista- og hönnunarkollektíf stofnað af systkinunum Ingu, Jónsa, Sigurrós og Lilju, ásamt samstarfsaðilunum Sindra og Kjartani. Þau sameina lykt, hljóð, myndlist og gjörninga og brjóta niður hefðbundin mörk á milli listar, skynjunar og hversdagslegrar reynslu. Fischersund sýnir innsetningu um ljóðrænt gildi niðurbrots. Í gegnum ilmandi skúlptúra sem gefa frá sér lykt, handmáluð ljósmyndaverk sem kveikja á skynjun okkar fyrir tíma og minni, áferðarmikil vídeóverk og hljóðbúta spilaða á segulbandstæki verður til efnislegt og andrúmsríkt rými þar sem rotnun er ekki tákn hruns heldur umbreytingar. Hér verður niðurbrot að leið til að merkja tímann. Innsetningin býður áhorfendum að dvelja, anda með verkinu og upplifa tímaskynjun sem hafnar hraða en leggur áherslu á hið næma, hverfula og ófullkomna.

Sigurður Guðjónsson (f. 1975, Reykjavík, Ísland) vinnur með vídeóinnsetningar sem kanna efnisleika tímans, hljóðs og vélrænnar hreyfingar. Hann beinir athyglinni gjarnan að  vanræktum ferlum iðnaðar eða náttúru og magnar upp fínlegan takt efnis í umbreytingu. Í verkinu Field sýnir Sigurður Guðjónsson nýja, alltumlykjandi vídeóinnsetningu þar sem efni, hljóð og ljós renna saman í hægfara, hugleiðandi sviðsetningu. Kjarninn í verkinu er könnun á gleri, ekki könnun á tærum og fallegum hlut heldur er efnið sjálft fjarlægt frá upprunalegri mynd sinni og er nú orðið að óþekktu fyrirbæri. Sigurður kristallar kjarna glersins í flöktandi áferð, takti og hreyfingum sem leysa upp mörk hins efnislega og óefnislega. Með tilheyrandi hljóðverki sem breytist með smávægilegri breytingu á styrkleika er áhorfandinn umvafinn skynrænu sviði sem erfitt er að skilgreina. Field snýst síður um það sem sést en frekar um það sem finnst – það er upplifun á efni í umbreytingu, tíma í svifstöðu og skynjun sem teygist handan hins venjubundna.