Listamenn, listrænt þema og titill „Get ekki séð“

Listahátíðin Sequences verður haldin í ellefta skipti dagana 13-22 október í Reykjavík og ber að þessu sinni yfirskriftina „Get ekki séð“ (e. Can’t See). Titill hátíðarinnar er fenginn úr verki eftir eistneska listamanninn Edith Karlson sem tekur þátt í hátíðinni og vísar í þá óvissu sem við lifum við í nútímasamfélagi og getuleysi (eða viljaleysi) til að sjá bæði fjölbreytileika lífsins og sívaxandi ógn vistfræðilegra hamfara.

Cant’t See, 2023 eftir Edith Karlson, ljósmynd: Joosep Kivimäe

Sequences mun leiða saman listamenn og sýningagesti á árstíðaskiptum, þegar daginn tekur að stytta, og þjóna sem vettvangur orku- og skoðanaskipta með dagskrá sem inniheldur sýningar, gjörninga, fyrirlestra, gönguferðir, leiðsagnir og fleira.

Samsýningu hátíðarinnar er skipt niður í fjóra kafla, sem munu gefa innsýn inn í rými sem eru venjulega ekki sýnileg með berum augum: hafdjúpin og jarðlögin ásamt rými tímans sjálfs, rusl fortíðar og sýnir framtíðarinnar. Sögur verða sagðar frá mörgum mismunandi sjónarhornum, frá blendings fuglum til baktería, sjávardýra, fornum trjám eða fjúkandi vindi, með það að markmiði að sýna þær margslungnu leiðir til líta á heiminn. Þessir fjórir kaflar verða sýndir á fjórum sýningarstöðum í Norræna húsinu, Listasafni Íslands, Nýlistasafninu og Kling & Bang. Sýningin mun lifa áfram eftir að hátíðinni lýkur sem gefur fleiri gestum kost á því að upplifa sýninguna.

The Myth, gjörningur eftir Netti Nüganen, ljósmynd: Alan Proosa.

Sequences sameinar framúrskarandi og fjölbreyttan hóp íslenskra og erlendra listamanna og verk þeirra sem rannsaka það óséða. Á hátíðinni verða sýnd ný og staðbundin verk, ásamt eldri verkum frá listamönnum og úr safneignum, sem stuðlar að sjálfbærri nálgun (bæði í umhverfisvænum og sálrænum skilningi) og reiðir sig ekki á stöðuga framleiðslu nýrra verka. Þetta á við um listaverk í eigu safna sem hafa sjaldan komið fyrir sjónir almennings eða hafa einungis verið sýnd í staðbundnu samhengi og hafa verið fengin að láni frá söfnum, m.a. Gerðarsafni og Safnasafninu.

Listamannavalið stuðlar að því að mynda ný og dýpri tengls milli listasamfélaga Austur-Evrópu og Íslands. Bæði staðsett á menningarlegum og landfræðilegum landamærum, en sýningarstjórarnir vilja ýta undir sjónarhorn sem eru mótuð af breytilegum einkennum sem leiða af sér einstakar frásagnir.

Aaloe-Ader-Flo-Künnap-Soosalu (Estonia)
Agnes Denes (Hungary)
Alma Heikkilä (Finland)
Anna Líndal (Iceland)
Anna Niskanen (Finland)
Antti Laitinen (Finland)
Bendik Giske (Norway) in collaboration with Úlfur Hansson (Iceland)
Benjamin Patterson (US)
Bjarki Bragason (Iceland)
Boji (Ukraine)
Brák Jónsdóttir and Dúfa Sævarsdóttir (Iceland)
Brynhildur Þorgeirsdóttir (Iceland)
Daiga Grantina (Latvia)
Daria Melnikova (Latvia)
Dénes Farkas (Estonia)
Dodomundo (Lithuania)
Edda Kristín Sigurjónsdóttir (Iceland)
Edith Karlson (Estonia)
Elo-Reet Järv (Estonia)
Emilija Škarnulyte (Lithuania)
Gerður Helgadóttir (Iceland)
Grzegorz Łoznikow (Iceland)
Gudrun Nielsen (Iceland)
Guðrún Vera Hjartardóttir (Iceland)
Gústav Geir Bollason (Iceland)
Hrund Atladóttir (Iceland)
Jóhannes Sveinsson Kjarval (Iceland)
Johanna Hedva (US/Korea)
Johhan Rosenberg (Estonia)
John Grzinich (US/Estonia)
Jussi Kivi (Finland)
Kadri Liis Rääk (Estonia)
Kärt Ojavee (Estonia)
Katja Novitskova (Estonia)
Katya Buchatska (Ukraine)
Monika Czyzyk (Poland/Finland)
Naufus Ramirez-Figueroa (Guatemala)
Netti Nüganen (Estonia)
Ólöf Nordal (Iceland)
Pakui Hardware (Lithuania)
Pola Sutryk (Iceland)
Precious Okoyomon and Dozie Kanu (US)
Radio Gufan (Iceland)
Sigurður Einarsson (Iceland)
Þorgerður Ólafsdóttir (Iceland)
Uku Sepsivart (Estonia)
Vaim Sarv (US/Estonia) in collaboration with Flaaryr (Argentina), Ásta Fanney (Iceland)
Valgerður Briem (Iceland)
Zenta Logina (Latvia)
Young Boy Dancing Group
(Switzerland, Netherlands, Estonia)

Related