Texti - Kristján Leósson - 2019

26.04.2024

„No equation
to explain the division of the senses
No sound to reflect
the radiance of time“

 

(Patti Smith & Fred Smith, It takes time)

Hugtökin „raun“ og „tími“ eru hvort um sig nauðsynleg blekking – tilbúinn veruleiki sem fellur um sjálfan sig við alla nánari skoðun en er samt svo óþægilega fast rótaður í tengslum okkar við umhverfið, við okkur sjálf og við hvort annað.

Hvert okkar ákveður – eins og um sé að ræða hvaða hversdagslegu athöfn sem er – hvað það er sem gerir veruleika að „raun“-veruleika. Slík athöfn krefst þess þó að stærstum hluta þess sem tilheyrir umræddum „raun“-veruleika sé kastað burt – síaður gegnum skynfæri okkar mótast veruleikinn af takmarkaðri getu okkar til að vinna úr þeim upplýsingum sem bornar eru á borð.

Sú sameiginlega ímyndun að við deilum einum „raun“-veruleika er gróf en þó oftast óumflýjanleg nálgun. Veigamikill hluti af sameiginlegri nálgun okkar á hinn ímyndaða „raun“-veruleika er sú að við séum þátttakendur í einhvers konar flæði tímans – tíma sem við getum hvorki séð né mælt en án hvers við höfum enga tilvist, enga rödd, enga ímyndun.

Þegar við ræðum um „tíma“ þá göngum við út frá því að framtíðin sé nánast áþreifanlegt fyrirbæri, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið til og verði, eðli málsins samkvæmt, aldrei til. Sömuleiðis má sýna fram á að allt tal um fortíð sé merkingarlaust nema í óhlutbundnum skilningi – sem samantekt allra mögulegra fortíða. Við smíðum hina svokölluðu fortíð úr þeirri flækju fyrirbæra sem við skynjum í nútíðinni, fyrirbæra sem (virðast) hrúgast upp hraðar en þau eyðast og hverfa.

Það sem eftir stendur er því aðeins nútíðin. Þetta litla (en þó ekki óendanlega litla) bil sem við sitjum föst í er þó á sama hátt óáþreifanlegt – við deilum ekki nútíð með öðrum og ekki einu sinni með okkar nánasta umhverfi. Við vitum ekki hvað skilgreinir umfang nútíðarinnar, aðeins að hún er hverfandi stutt en tekur þó aldrei enda  – fyrr en allt tekur enda.

Lögmál náttúrunnar eru almennt samhverf með tilliti til tíma og allt tal um hvort hann líði áfram eða afturábak er því marklaust –  ef undan er skilin hin óumflýjanlega óreiðuaukning alheimsins sem leitast við að eyða öllu því sem við gefum merkingu. Í því samhengi má líta á okkar tilvist og alla okkar sköpun sem dæmi um staðbundinn tíma sem líður afturábak. Taki alheimurinn upp á því að dragast saman í stað þess að þenjast út verður þessu öfugt háttað, hvers kyns fyrirbæri hlaðin merkingu munu þá stöðugt verða til af sjálfu sér og listamenn verða þeir sem finna leiðir til að vinna gegn hinu óstöðvandi sköpunarafli tímans.
Vel má vera að úr mótsögnum um óraunveruleika tíma og raunveruleika verði best leyst „með því að ganga“ – solvitur ambulando – eins og sagt er að gríski heimspekingurinn Díógenes hafi gert þegar Zeno færði rök fyrir því að öll hreyfing væri ómöguleg. Best fer þó á því að láta lesendum eftir að gera slíkt upp við sjálfa sig.

– – – – – – – –

 

EN:

„No equation
to explain the division of the senses
No sound to reflect
the radiance of time“

 

(Patti Smith & Fred Smith, It takes time)

The concepts “real” and “time” are necessary deceptions – made-up constructs that cannot withstand any close scrutiny but nevertheless represent, however uncomfortably, the fundamental framework of our self-reflection as well as our spatial and interpersonal relations.

Each of us decides – as if this was any other mundane task – what constitutes “real” in the world. This requires, however, that most of what presumably actually is “real” is ignored – the perceived “real” world arises through the filtering of the senses and our inability to process more than a small fraction of the vast amount of information that we are presented with.

The collective imagination that we share a single common “reality” is a coarse but typically unavoidable approximation. A part of this approximation of an imagined “reality” is the idea that we jointly participate in a flow of time – time that we can neither see nor measure, but without which we can have no existence, no voice, no imagination.

When discussing “time,” we often treat the future practically as a concrete entity, in spite of it never having existed and the fact that, by definition, it will never be experienced. Similarly, it can be argued that the past can be viewed only as an abstract construct – a combination of all possible pasts. We build a mental picture of the so-called past from the entangled network of entities that we sense in the present, entities that (seem to) pile up more rapidly than they disappear or decay.

What we are left with, therefore, is the present moment alone. This small (but not infinitesimally small) interval that we are stuck in is, however, similarly elusive – we do not share our present with others and not even with our closest environment. We do not know how to define the extent of the present, we only know that it is fleetingly short and never-ending – when it ends, everything ends.

The physical laws of nature are generally symmetric with respect to the direction of time and, consequently, any discussion about time passing forwards or backwards is meaningless – with the exception of the inevitably increasing entropy of the universe, seeking to wipe out everything to which we ascribe meaning. In this context, our existence and our creativity can be considered as instances of time locally flowing backwards. Were the universe to start contracting instead of expanding, this would be reversed, meaningful entities would spontaneously and constantly come into being and those possessing the ability to find ingenious ways of temporarily halting the ceaseless universal creativity would be called artists.
It is quite possible that paradoxes involving the unreality of time and reality are best “solved by walking” – solvitur ambulando – as Diogenes of Sinope allegedly did when presented with Zeno’s argument for the impossibility of motion. This judgement, however, is best left to the readers to render for themselves.