Pétur Már Gunnarsson (f. 1975) er rólegur. Hann hefur stigið varlega til jarðar við ýmis störf og listir um alllangt skeið. Hans síðasta brautskráning með láði var frá Concordia-háskóla í Montréal árið 2015. Þar hlotnuðust honum, auk MFA-gráðu, myndarlegir styrkir og góðar viðurkenningar. Þá féll í hans skaut úthlutun árið 2014 úr styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur. Liðnir atburðir hafa á stundum ratað inn í verk hans en þó er það núið sem á hug hans allan, enda svo brothætt að minnsta andvaraleysi getur gengið af því dauðu. Væri þá ekkert eftir utan einn ímyndaður skurðpunktur. Gegnumgangandi ásetningur Péturs er heill og staðfastur: Að sigra.
„Upphaf verksins má rekja til ársins 1901 þegar fyrst sást til beltaþyrils hér á landi. Á síðari árum hefur sést æ oftar til þessa flökkufugls. Verkið er í nokkrum lögum sem öll þrýsta sér eða laumast inn í framandi heim. Ekki ósvipað því þegar póstberi smokrar dagblaði gegnum lúgu á hurð, inn til manns utan úr aðfaranótt.
Það birtist okkur sem gestur sem smýgur yfir mörk og varpar þannig ljósi á þau. Mörkin eru af ýmsum toga og umfangi: Veggir, fjarlægð, flokkar, tegundir, greiningar, tímaskeið, eðlis-/stigsmunur. …
Fastur á bili markanna er maður. Hann reynir að ná sambandi við flökkufugl en sá virðist tilheyra öðrum miðli. Í ofanálag ganga kettir lausir.“ (PMG)
Open
– – – – – – – – – – – – –
Pétur Már Gunnarsson (b. 1975) is calm. He has been gently grounded by various jobs and art for a long time. His last graduation with Honours was from Concordia University, Montreal in 2015. There he received, in addition to an MFA degree, generous grants and good recognition. Then, in 2014, he was the recipient of the Guðmunda Andrésdóttir Support Fund. Past events have sometimes crept into his work, still the present captivates his whole mind, so fragile that split-second unheeding can drive it to death. Nothing would be left, except one imaginary cutting dot. Throughout Pétur’s intention is complete and firm: to conquer.
“The beginning of the work can be traced back to 1901 when the Belted Kingfisher was first seen in Iceland. In recent years, this wanderer has been seen more frequently. The work is several layers that all force themselves or sneak into an exotic world. Not unlike when the postman slips the future through the slot in one’s door, the night before.
It appears to us, as a guest that creeps over boundaries and at the same time sheds light upon them. Boundaries are of various pulls and scope: Walls, distances, categories, types, analysis, time periods, substantial / sizeable differences …
Stuck between these boundaries is a man. He tries to make contact with the wanderer, but it seems to belong to a different medium. On top of that cats roam free.” (PMG)
Open