Hannes Lárusson – Honorary Artist 2011

(IS)

Hannes Lárusson er fæddur í Reykjavík 1955. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1975 – 77, The Vancouver School of Art Canada 1977-79, Universita Degli Studi Di Firenze Italy 1981, The Whitney Museum Independent Study Program New York 1982-83.

Frá 1986 stundaði Hannes nám við Nova Scotia College of Art and Design, Halifax, Canada og lauk þaðan M. F. A. gráðu 1988. Að auki stundaði Hannes nám í heimspeki við Háskóla Íslands og lauk  B. A. gráðu 1986  og námi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands 1998.

Hannes hefur í myndlist sinni fjallað um hlutverk og stöðu listamannsins í samfélaginu og samhengi staðbundins menningararfs og samtímalistar. Í myndlist hans á sér jafnframt stað  stöðug víxlverkun við skapandi vinnu á ýmsum tengdum sviðum s. s.  hönnun, sýningarstjórn, fyrirlestrahald og greinaskrif.

Sem dæmi um  listsköpun Hannesar er innsetningin Hús í hús, sem sett var upp á Kjarvalsstöðum árið 2002, en í því verki er um að ræða samþættingu á handverki, hönnun, textagerð og gerningum.  Meðal annarra nýlegra verka Hannesar má nefna  Gulrótarregluna sem stofnuð var 2003, innsetningarnar Take me on í South Alberta Art Gallery, Lethbridge, Canada 2004, Ubu Roi meets Humpty Dumpty (in Iceland) sett upp í Kling & Bang gallerí 2006  , Based on a Dream, Arch II, Winnipeg, Manitoba, Canada og Þríviður/Wanwood, Reykjanes Art Museum, Icel. 2008.

Á undanförnum árum hefur Hannes unnið að umfangsmiklu langtímaverkefni undir nafninu Íslenski bærinn. 

Fyrir Sequences hátíðina 2011 mun Hannes gera nýtt verk sem sett verður upp í Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu: Hann og hún, ég og þau/He and She, I and them. Þetta verk er gerningatengd innsetning, þar sem margvísleg efni, tækni og aðgerðir koma við sögu. Verkið opnar með formlegum hætti föstudaginn 1. Apríl kl. 20. og mun standa yfir í tíu daga og ljúka sunnudaginn 10. Apríl.

Sýning á verkunum sem eftir standa, er til 1.maí.

……..

HANNES LÁRSSON has for years dealt with the connection between contemporary art and cultural heritage, the role and place of the artist in society and the connection between craftsmanship and ideology. Hannes Larusson is one of the major performing artists of Iceland, the impetus of visual discussion and the author of spectacular work where the ideology of art meets unpretentious views and traditional values.

Hannes´ installation Door to Door shown in the The Reykjavik Art Museum in 2002 is characteristic of this expressive form.  The work intertwined design, text and event. Other work include The Order of the Carrot  which was established in the fall of 2003, Take me on in the South Alberta Art Gallery, Lethbridge, Canada 2004, and most recently the performance based installation Ubu Roi meets Humpty Dumpty (in Iceland) which was shown in Kling & Bang gallery, Reykjavik  in the spring 2006.

Presently Hannes is working on a huge and intricate project under the name Íslenski bærinn (The Old Icelandic Farm house). 

For the Sequences Festival 2011 Hannes will make a new work to be installed in Kling and Bang gallery in Hverfisgata: He and She, I and Them. This work could be described as a performance oriented mixed media installation. The work will open Friday 1st of April and last for 10 days, or until Sunday 10th April.

Associated events: