Davíð Örn Halldórsson

(IS)

Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) býr og starfar í Stuttgart, Þýskalandi. Davíð hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur unnið með óhefðbundnar málunaraðferðir; málað og spreyjað með mismunandi málningu á fundna hluti. Verk Davíðs Arnar byggjast yfirleitt á fantasíu. Viðfangsefni hans, óháð efniviði, er þó ætíð málverkið sjálft, litasamsetningar, myndbygging, mynstur og áferð. Hann leitast við að ögra fegurðarskyninu með því að tefla saman ósamstæðum litum og efni. Þau eru persónuleg úrvinnsla úr umhverfi hans með beinar eða óbeinar skírskotanir í poppkúltúr og listasöguna. Bakgrunnur Davíðs Arnar í grafík er einnig sjáanlegur í verkum hans sem efnislegur grunnur sem hann byggir list sína á. Davíð Örn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Árið 2014 hlaut hann Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna.

„Hugmyndin að verkinu kviknar í ferlinu.
Vangaveltur um for-, mið- og bakgrunn í málverki.
Óregluleg mynstur og óvænt litasamspil.
Og í samstarfi við sýningarstjóra breytist verkið.
Vangaveltur um yfirborð og undirlag.
Bordello er „hús“ með virkni og vafasaman tilgang.“ (DÖH)

sýning b) – Nýlistasafnið

– – – – – – – – – – – –

 

Davið Örn Halldórsson (b. 1976) lives and works in Stuttgart, Germany. Davið has worked mainly with painting since he graduated from the Fine Art Department at the Iceland University of the Arts in 2002. He has worked with non-traditional painting methods; painted and sprayed various paints on found objects. Davið Örn’s works are usually based on fantasy. His subject matter, regardless of material, is always the painting itself, colour combinations, composition, pattern and texture. He attempts to challenge the sense of beauty by bringing together non-complementary colours and material. They are personal extensions from his surroundings with direct or indirect reference to popular culture and art history. Davið Örn’s background in printmaking is also visible in his work as a material foundation that he builds his work upon. Davið Örn has held numerous solo exhibitions and participated in group exhibitions in Iceland and abroad. In 2014, he was awarded the Carnegie Art Award grant in the Young Artists category.

“The idea of the work comes into play through the process.
Speculation of the fore-, middle-, and background in the painting.
Irregular patterns and unexpected colour plays.
And in collaboration with the curator, the work changes.
Speculation on the surface and the substrate.
Bordello is a “house” with functionality and questionable purpose.”  (DÖH)

exhibition b) – The Living Art Museum

Associated events: