SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

17.10.19


Videóferðalag og lokapartý Sequences ix í Bíó Paradís


Tvö videóverk verða sýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Aphantasia eftir Amöndu Riffo, verður frumsýnd sem sjónræn tilraun þar sem áhorfendum er boðið til æfingar sem sameinar ólíkar rásir skynjunar.


Chromatography 1 — 15x 25 cm felt pen on washi paper.


Í verkinu A Tree is Like a Man gerir Þorbjörg Jónsdóttir svo tilraun til að snerta aðra heima. Hún kynntist shamaninum Don William fyrir tilviljun þegar hún var á ferðalagi í Amazon- frumskóginum í Kólumbíu árið 2000 og vann myndina út frá kynnum þeirra. Hún er tekin á 16mm filmu yfir nokkurra ára tímabil og fjallar um plöntulyfið Ayahuasca, landslag frumskógarins og andaheim fólksins sem þar býr.

Að sýningum, Amanda Riffo og Þorbjargar Jónsdóttur, loknum mun bresta á með lokateiti Sequences ix.  Þar verður fullt af ferskum uppákomum og skemmtikröftum. Bíó Paradís og Mekka Wines&Spirits sjá um barinn sem mun afgreiða veigar á hóflegu verði. Kunnum við þeim þakkir fyrir.

Þeir sem koma fram eru :
Austin James Christ
Silfrún & Tara munu vera kynnar kvöldsins.
Gyðjan Uxi
DJ Möðerfönker (Melkorka Þorkelsdóttir)
Prince Fendi the Punisher
SIDE PROJECT

Stemningsstjóri: Sean Patrick O'Brien
Vídeó snúður: Oscar Gränse

Sjáumst þar!
Mark