SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Philip JeckPhilip Jeck, ljósmynd; Mike Harding, Bradford.Enski listamaðurinn Philip Jeck (f. 1952) nam myndlist í Dartington College og hefur um áratugabil nýtt sér hljóð sem uppistöðuna í list sinni. Í verkum Philip Jeck býr djúp tilfinning fyrir veröld sem var, gamlir plötuspilarar og lúnar vínilplötur sem hann hefur gjarnan grafið upp á fornsölum mynda grunninn að tjáningarríkum og seiðandi hljóðverkum, fullum af brestum og braki, minningum og þrám. Til að nýta sér plöturnar í verkum sínum afmarkar hann eða merkir tiltekin brot sem kveikja áhuga hans, úr verður hljóðlykkja eða lúppa sem Jeck umbreytir, teygir og togar með græjum á borð við pedala og/eða hraðastillingum gömlu plötuspilaranna sem geta snúist á 16, 33, 45 eða 78 snúningum. Inn í þennan hljóðheim renna hans eigin hljóð spiluð af gömlum samplerum (hljóðsmölum) eða Mini-disk spilurum. Philip Jeck hefur sent frá sér fjölda rómaðra platna sem út hafa komið hjá breska útgáfufyrirtækinu TOUCH, spilað á tónleikum og listahátíðum víða um heim og gert hljóðinnsetningar fyrir virt listrými og listahátíðir á borð við Hayward Gallery, Hamburger Bahnhof og Tvíæringinn í Liverpool. Jeck hefur samið tónlist fyrir óperur, balletta og kvikmyndir og unnið með tónlistarmönnum á borð við Gavin Bryars, Jah Wobble (úr Public Image Ltd), Jaki Liebezeit (úr CAN), Jacob Kirkegaard, Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttur. Eitt af þekktustu verkum Philip Jeck er án efa Vinyl Requiem eða Vínilsálumessa fyrir 180 gamla Dansette plötuspilara, unnið í samstarfi við myndlistarmanninn Lol Sargent, frumflutt í Union Chapel í London árið 1993.


Fríkirkjan í Reykjavík
Mark