Miruna Dragan

Miruna Dragan, In the sage telestic water… I see…, 2018, ál (og kopar og sink), breytileg stærð, hluti.
Miruna Dragan er fædd í Búkarest árið 1975 og býr í Calgary á landsvæði Blackfoot Nation ættbálkanna. Hún túlkar súrrealíska {landa{jarð}fræði og persónuleg atvik, sem gerast á sama tíma, með því að blása nýju lífi í erkitýpur og goðsagnir og skapa hluti og innsetningar sem viðbragð við aðstæðum hverju sinni. Á meðal nýlegra sýninga má nefna sýningar í Nickle Galleries við Háskólann í Calgary (2017), Blackwood Gallery við Háskólann í Toronto (2018) og Museo de la Ciudad de Queretaro í Mexíkó (2019). Miruna er dósent við School of Visual Art við Listaháskólann í Alberta, Kanada.
Hún athafnar sig á meðal efnisins og þess frumspekilega, verk hennar mótast af stefjum tvístrunar, íveru og yfirskilvitleika. Mörg verkefna Mirunu hafa þróast í náttúrulegum og manngerðum hellum og námum (salt & kola), og jafnframt á sögulegum stöðum víða í Norður-Ameríku og Evrópu.
„Í þessu verki er frumefnið ál líkamnað á veggjum Nýlistasafnsins sem setur okkar eigin líkama hér og nú í bjagað samhengi við þá jörð sem við byggjum og myndast hefur á landfræðilegum tíma. Fyrir framan álþynnu þakinn vegginn hanga vatnsmótaðir álgripir sem endurvekja gamla spádómatækni þar sem fljótandi málmi er helt í vatn og framtíðin lesin úr þeim formum sem myndast.
Eiginlegt og táknrænt gildi slíkra efna ruglar okkur jafnt í dag og það gerði til forna.“ (MD)
sýning b) - Nýlistasafnið