Miruna Dragan

(ROU)

Miruna Dragan er fædd í Búkarest árið 1975 og býr í Calgary á landsvæði Blackfoot Nation ættbálkanna. Hún túlkar súrrealíska {landa{jarð}fræði og persónuleg atvik, sem gerast á sama tíma, með því að blása nýju lífi í erkitýpur og goðsagnir og skapa hluti og innsetningar sem viðbragð við aðstæðum hverju sinni. Á meðal nýlegra sýninga má nefna sýningar í Nickle Galleries við Háskólann í Calgary (2017), Blackwood Gallery við Háskólann í Toronto (2018) og Museo de la Ciudad de Queretaro í Mexíkó (2019). Miruna er dósent við School of Visual Art við Listaháskólann í Alberta, Kanada.

Hún athafnar sig á meðal efnisins og þess frumspekilega,  verk hennar mótast af stefjum tvístrunar, íveru og yfirskilvitleika. Mörg verkefna Mirunu hafa þróast í náttúrulegum og manngerðum hellum og námum (salt & kola), og jafnframt á sögulegum stöðum víða í Norður-Ameríku og Evrópu.

„Í þessu verki er frumefnið ál líkamnað á veggjum Nýlistasafnsins sem setur okkar eigin líkama hér og nú í bjagað samhengi við þá jörð sem við byggjum og myndast hefur á landfræðilegum tíma. Fyrir framan álþynnu þakinn vegginn hanga vatnsmótaðir álgripir sem endurvekja gamla spádómatækni þar sem fljótandi málmi er helt í vatn og framtíðin lesin úr þeim formum sem myndast.

Eiginlegt og táknrænt gildi slíkra efna ruglar okkur jafnt í dag og það gerði til forna.“ (MD)

sýning b) – Nýlistasafnið

– – – – – – – – –

 

Miruna Dragan (Bucharest, 1975, living in Calgary on traditional Blackfoot territory) interprets surreal geo{graphies{logies} and personal synchronicities through the reanimation of archetypes and myths with site responsive objects and installations. Recent exhibition venues include: Nickle Galleries at the University of Calgary (2017), Blackwood Gallery at the University of Toronto (2018), and Museo de la Ciudad de Queretaro (2019). Miruna is Associate Professor in the School of Visual Art at Alberta University of the Arts.

Operating within and between the material and the metaphysical, her works are shaped by themes of dispersion, immanence and transcendence. A number of Miruna’s projects have been developed in natural and anthropogenic caves and mines (salt & coal), as well as historical sites across North America & Europe.

“In this work, the element Aluminum (atomic #13) is (re)presented with a wall-bound assemblage that complicates the relationship between our own body in space-time and the larger bodies we inhabit formed over geologic time. Suspended before a aluminium-leafed wall, water-cast aluminium forms recall the divination technique of molybdomancy, wherein molten metal is dropped into water and the resulting shapes, or their cast shadows, are interpreted as omens.Our bewilderment by the overlay of the intrinsic and symbolic values of such materials is both ancient and ongoing”. (MD)

exhibition b) – the Living Art Museum

Associated events: