SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Margrét H. Blöndal
Þessar klappir þekkti ég fyr,
þegar ég var ungur;
átti ég víða á þeim dyr,
eru þar skápar fallegir.1)


Klíptu mig þegar ég speisa út
þegar ég veit ekkert hvert ég er að stíga
eða er við það að hrasa í hálkunni.
Ég skil ekki grunnflatarteikningar. 


Jú, mig langaði til að hlaupa út í sumarnóttina
langaði til að syngja í garði með vinum
togaðist á milli ólíkra afla.
Fermetrar eru mér framandi.


Stundum ruglar nærveran og orðunum sleppir
— stundum skerpir fjarveran og orðin rata.


Biðukolla, biðukolla hvenær varstu túnfífill?
Ha...  bíddu  —  áðan   —   í gær?


Á hrísi
og háu grasi
er augna vegur,
en eigi fóta.2)1) Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

2) Gamalt stef.
Margrét H. Blöndal fæddist í Reykjavík árið 1970. Hún útskrifaðist frá Rutgers háskóla í New Jersey árið 1997 og fluttist heim þar sem hún hefur starfað sem myndlistarmaður síðan. Margrét hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víðs vegar um heiminn. Hún hefur hlotið viðurkenningar kenndar við Richard Serra og Guðmundu Kristinsdóttur. Árið 2009 hlaut hún Laurenz Haus Stiftung sem gerði henni kleift að búa og starfa í Basel, Sviss í eitt ár. Hún hefur kennt nemendum frá leikskólaaldri og fram á háskólastig. Margrét starfar með i8 galleri Reykjavík.


 texti


Mark