Texti - Margrét H. Blöndal - 2019

26.04.2024

Þessar klappir þekkti ég fyr,
þegar ég var ungur;
átti ég víða á þeim dyr,
eru þar skápar fallegir.1)

Klíptu mig þegar ég speisa út
þegar ég veit ekkert hvert ég er að stíga
eða er við það að hrasa í hálkunni.
Ég skil ekki grunnflatarteikningar. 


Jú, mig langaði til að hlaupa út í sumarnóttina
langaði til að syngja í garði með vinum
togaðist á milli ólíkra afla.
Fermetrar eru mér framandi.

Stundum ruglar nærveran og orðunum sleppir
— stundum skerpir fjarveran og orðin rata.

Biðukolla, biðukolla hvenær varstu túnfífill?
Ha…  bíddu  —  áðan   —   í gær?

Á hrísi
og háu grasi
er augna vegur,
en eigi fóta.2)

 


1) Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar
2) Gamalt stef.

– – – – – – –

EN:

These crags I knew of yore,                            
when I was but a youth;
amongst them I had many a door,
wondrous cupboards are there. 1)

Pinch me when I space out
When I don’t know where I’m stepping
or about to fall into slippiness.
I can’t figure out floor plans.

Yes, I wanted to run into the bright summer night wanted to sing in a backyard with friends
pulled by still another force.   
Square metres are alien to me.

Sometimes presence muddles and the words are lost
– sometimes absence sharpens and the words find their way.

Lion’s tooth, lion’s tooth when were you a dandelion?
Um… wait – what do you mean  – just now – yesterday?

In tight bushes
and tall grass
the eye traces a path,
while the foot none.2)

 


1) From Jón Árnason’s collected Icelandic folklore.
2) Traditional Icelandic verse.