Emma Heiðarsdóttir

Emma Heiðarsdóttir, Hleypa í gegn, skissa. 2019
Emma Heiðarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1990. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands (2010-2013) og Konunglegu akademíuna í Antwerpen (2016-2018). Verk Emmu eru rýmislegar kringumstæður sem verða gjarnan til út frá vangaveltum um mörk skúlptúrs og arkítektúrs.
„Þessi hluti veggjarins hérna gæti verið hlutur. Hlut-i hlut-ur. Kannski eru hlutir bara hlutar sem greina sig þannig frá heildarmyndinni. Hlutir eru nægilega afskornir frá heildarmyndinni til þess að við gefum þeim gaum. Annars tækjum við ekki eftir þeim. En hversu mikið þarf hlutur að skera sig úr svo eftir honum sé tekið? Er mikilvægt að taka meðvitað eftir hlutunum eða er stundum betra að leyfa heildarmyndinni að seytla inn í undirvitundina? Þegar ég geng meðfram blómatúni, sé ég þá túnfífilinn stinga sér upp úr sóleyjabreiðunni eða er þetta ein sinfónía? Óþarfi að skera nokkurn hlut af.” (EH)
sýning a) - Kling & Bang