SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Douglas GordonDouglas Gordon, stilla úr : I Had Nowhere to Go.Skoski myndlistarmaðurinn Douglas Gordon (f. 1966) er einn af þekktari myndlistarmönnum samtímans. Verk hans, sem eru gerð í alls kyns miðla, ljósmyndir, teikningar, innsetningar, kvikmyndir og skúlptúra, hverfast gjarnan um minningar, undirmeðvitund, skynjun veruleikans og tímans þar sem unnið er með afbyggingu og bjögun hins þekkta og viðtekna. Stef úr menningarsögunni og þekktar kvikmyndir hafa myndað uppistöðuna í nokkrum verka Gordon; elsta dæmið af þeim toga er 24 Hour Pyscho (1993) þar sem kvikmynd Alfreds Hitchcocks er varpað á tjald sem hangir fyrir miðju sýningarýmis og teygt er úr kvikmyndinni svo að hún tekur 24 klukkustundir í sýningu í stað 109 mínútna. Í verkinu Between Darkness and Light (After William Blake) frá 1997 er tveimur kvikmyndum, The Song of Bernadette (1943) og The Exorcist (1973) varpað samtímis á eitt og sama tjaldið; kvikmyndirnar fjalla báðar um unglingsstúlkur sem haldnar eru yfirskilvitlegum anda, guðlegum og djöfullegum en átök góðs og ills eru eitt af leiðarstefjunum í mörgum verka Gordon.

Kvikmynd Gordon, I Had Nowhere to Go (2016) er persónuleg heimildamynd og óður til litháísk-bandaríska kvikmyndabrautryðjandans Jonas Mekas (1922 - 2019) og byggir á samnefndum æviminningum Mekas en verk hans voru í lykilhlutverki á RIFF - Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík árið 2018. Kvikmyndin er 97 mínútna löng, borin uppi af brothættri rödd hins aldna listamanns sem les minningabrot sín frá Litháen í hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar og flótta  vestur um haf. Hljóðmyndin drífur verkið áfram; myrkrið, sem ræður ríkjum langstærstan hluta, af og til rofið með myndskeiðum sem mynda órætt mótvægi við minningabrot Mekas. Þótt myrkrið sé ráðandi á tjaldinu hefur Gordon lagt áherslu á að sjónmál kvikmyndarinnar sé engu að síður ríkulegt, myndirnar birtist einfaldlega í hugskoti þess sem hlustar, horfir og skynjar.  Douglas Gordon fram í fyrirlestraröð LHÍ og Listasafns Reykjavíkur, Umræðuþráðum árið 2016. Þetta er frumsýning myndarinnar á Íslandi.


Bíó Paradís

Mark