Amanda Riffo

Chromatography 1 — 15x 25 cm felt pen on washi paper.
Amanda Riffo (f. 1977) er franskur listamaður sem búsett er í Reykjavík. Hún lauk mastersgráðu frá École nationale supérieure des Beaux-Arts í París og fór síðar í skiptinám til Tokyo og Beirut. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Evrópu, Japan og í Chile.
Í verkum sínum skapar hún æfingar, skrásetur tilraunir sem innblásnar eru af hugrænum vísindum, ljósfræði og um leið alls kyns misskilningi. Sjónhimnur hennar hafa gjörbreyst vegna mikillar sjónskekkju og hafa verk hennar því þróast þar sem hún dregur raunveruleikann stöðugt í efa. Hún prentar einnig og gefur út örseríu af listamannabókum.
Aphantasia verður frumsýnd sem sjónræn tilraun í húsakynnum Bíó Paradísar þar sem áhorfendum er boðið til æfingar sem sameinar ólíkar rásir skynjunar.
Teikniserían Chromatography er afrakstur endurgerðar á rannsóknarstofutækni á minimal teikningum hennar, við sérstakar aðstæður á vinnustofu í Tokyo. Efnagreiningin dregur huluna af teikningu sem falin var í hinni upphaflegu svörtu teikningu.
sýning b) - Nýlistasafnið
Bíó Paradís