Þjófaveisla

15.10.2024

Sunnudagur 20. október 2019

14:00

Þjófaveisla

Listamannaspjall

Úlfur Karlsson

Midpunkt, Hamraborg 22

 


“Úlfur Karlsson útskrifaðist frá Listaháskólanum í Gautaborg (Valand) árið 2012 og hefur tekið þátt í á þriðja tug sýninga síðan, í Gautaborg, Kaupmannahöfn, Berlín, Aþenu, Strasbourg, Vancouver og Vínarborg. Á Íslandi hefur hann m.a. sýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, Sláturhúsinu á Egilsstöðum, Listasafni Reykjanesbæjar og í Reykjavík í Ásmundarsafni og D-sal Listasafns Reykjavíkur.

Sýningin Þjófaveisla er sjálfstætt framhald af málverkasýningunni Alætur/Omnivours sem var í Galerie Ernst Hilger Next í Vínarborg nú í sumar.

Þjófaveisla er innsetning, byggð á málverkum og þrívíðum verkum sem fjalla um hungur, neyslumenningu og neytendur af ýmsum toga og í ýmsum myndum.”

SÍM

Þjófaveisla