THE STAKE AND THE MAP

19.04.2024

Heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár verður Kristinn Guðbrandur Harðarson (f. 1955) sem hefur starfað ötullega í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið.
Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt.
Kristinn mun halda einkasýningu í Ásmundarsal og gefa út bókverk, sem verður í leiðinni sjálfstætt sýningarrými.

 

STIKAN OG LANDAKORTIÐ
H.K. Rannversson skrifar um Kristinn G. Harðarson

Kristinn G. Harðarson er ferðalangur sem fetar slóð milli lífsins og listarinnar. Hann hefur frá upphafi ferilsins staðsett sjálfan sig og list sína aðeins til hliðar við íslensku myndlistarsenuna, tileinkað sér sjónarhorn áhorfandans til að fá fjarlægð á hlutina í kringum sig. Um leið hefur hversdagurinn runnið saman við verk Kristins og skilin orðið óljós. Blörrí. Eins og þegar farið er í fjallgöngu rétt utan við borgina í þoku og borgin rennur saman við náttúruna. Það kemur ekkert sérstaklega á óvart að verk listamannsins hafi ekki farið hátt eða ratað á forsíður blaðanna, því hér er ekkert sem hæfir æsifregnum listheimsins. Hins vegar hefur Kristinn verið virkur í íslensku myndlistarlífi um áratugaskeið, hann hefur sinnt kennslu og sýningarstjórn, er stofnfélagi Nýlistasafnsins árið 1978 og einn af aðstandendum Gallerís Suðurgötu 7, þar sem fyrsta einkasýning hans fór fram ári seinna. Kristinn hefur ekki reynt að tolla í tískunni heldur haldið sínu striki. Og þrátt fyrir að hægt sé að skoða upphaf ferilsins undir lok áttunda áratugarins í samhengi við innreið Nýja málverksins á Íslandi, þá hafa verk hans snúist um hugmyndalega frekar en maleríska útfærslu myndlistarinnar. Listamaðurinn hefur þannig leyft hverju verki að kalla á sína úrlausn og beitt ólíkum aðferðum í listsköpun sinni, hvort sem er í formi teikninga, teiknimynda, skúlptúra, málverka, myndbanda, ljósmynda eða gjörninga. Formið er með öðrum orðum valið með frásögn verksins í huga:
stigi (á hreyfingu)
klettabelti (vatnslitamynd) *
Kristinn hefur líka oft valið bókina sem rými fyrir verk sín og hefur gefið út fjölda bókverka á ferlinum, sem meðal annars hafa tekið á sig dagbókarform og sem teiknimynda- eða ferðasögur. Ef finna ætti rauðan þráð (rauðar stikur) á ferli hans væri það áherslan á texta í myndverkunum, samband textans við myndina. Kristinn hefur um langt skeið rissað upp og skrifað niður það sem hefur vakið athygli hans í nánasta umhverfi, hvort sem er í náttúrunni, borginni eða í blaðinu á eldhúsborðinu. Þessir mynda- og textabútar fara óritskoðaðir í gegnum huga listamannsins á pappírinn, svolítið eins og krotið sem verður til alveg ósjálfrátt þegar þú talar við góðan vin í símann. Hér er ekki verið að hugsa um listrænt gildi, heldur fer fram persónuleg og listræn, ef til vill ljóðræn úrvinnsla á hversdeginum. Bókin er ákjósanlegur miðill og form í þessu samhengi, hún er rými þar sem hið raunverulega og skáldaða rennur saman. Á sýningunni í Ásmundarsal bætist bókin Dauðabani við höfundarverk listamannsins. Hér hefur Kristinn unnið markvisst upp úr miklu magni af rissi og kroti hversdagsins, pælt í útfærslumöguleikum og aðgreint mynd og texta. Bókin líkist í fyrstu gamaldags livre d’artiste, tegund myndskreyttra ljóðabóka sem skáld og myndlistarmaður unnu saman, þar sem textanum fylgir myndskreyting. Í bók Kristins verður víxlverkun milli þessara tveggja þátta, sem er ef til vill ekki skrítið í ljósi þess að hún er unnin af einum og sama manninum. Þannig verður myndin stundum til á undan textanum, og hann verður myndskýring. Annars staðar er textinn fyrstur og þá verður til skýringarmynd. En oftar en ekki verður þetta til samtímis í huga listamannsins og ef hann gerir breytingu á myndinni (peppar upp rauða litinn!), þarf að hnika textanum til. Og öfugt. Nú gæti einhver velt fyrir sér hvort það sé ekki byggt á einhverjum misskilningi Kristins að standa að útgáfu bókar á hátíð sem leggur áherslu á tímatengda miðla og verk sem unnin eru í rauntíma? Svo vitnað sé í endurtekna setningu bókarinnar: Hvað er að gerast?? Um miðjan áttunda áratuginn, þegar Kristinn var í námi við Myndlista- og handíðaskólann, skrifaði Ulises Carrión frá Amsterdam eftirfarandi: ,,Bók er röð af rýmum. Hvert og eitt rými er skynjað á ólíku augnabliki – bók er líka röð af augnablikum“. Ætli Kristinn hafi lesið texta Carrións í námsdvöl sinni í Hollandi nokkrum árum seinna? Það er ekki ólíklegt, því að á sýningunni er bókin í raun sjálfstætt sýningarými sem hægt er að gægjast inn í með lestri, bæði mynd- og textalestri, ganga í spor Kristins. Bókin er ,,rými-í-tíma-röð“. Á sýningunni hafa texti og mynd sloppið út úr þessu rými bókarinnar og út í sýningarými Ásmundarsals, sameinast og tekið á sig form málverka unnin beint á veggi salarins auk misstórra teikninga og tölvuprents á pappír. Hér hefur Kristinn útfært verkin sem eru að finna í bókinni á nýjan hátt, breytt lögun myndanna og sumstaðar stytt textann. Um leið eru þau komin í samtal við nokkur eldri verk og sýningar listamannsins sem vert er að nefna. Verkin kallast á við málverk sem Kristinn vann snemma á ferlinum, uppúr 1980, þar sem texta og myndefni úr fjölmiðlum var skeytt saman. Sýninguna í heild má svo sjá sem framhald af sýningunni Skjól sem Kristinn hélt fyrir tíu árum í Kubbnum, sýningarými Listaháskóla Íslands, og unnin var í samstarfi við skólann og nemendur í Listfræði við Háskóla Íslands. Þar voru til sýnis verk sem einnig voru unnin upp úr skissum listamannsins, þar sem Kristinn velti fyrir sér samhengi texta og myndar í lógó-forminu. Hér eru verkin líka einhverskonar merki sem vísa í óljósa átt en eiga öll upphaf sitt í einstökum hugarheimi listamannsins.

Á þessari níundu Sequences hátíð fá áhorfendur að horfa á umhverfið frá sama sjónarhorni og Kristinn G. Harðarsonar í augnablik, eða um ókominn tíma allt eftir því hvort þeir taka með sér bókina af sýningunni eða ekki. Það er þessi víðsýni yfir lífið og listina sem gerir hann að eftirlæti margra myndlistarmanna,,,listamanni myndlistarmanna”: Sá sem hægt er að treysta á að komi ávallt á óvart, hversu þversagnakennt sem það kann að hljóma. Í list Kristins meikar þetta hins vegar sens, því verkin verða til í rýminu sem liggur á milli hlutanna, milli texta og myndar. Milli lífs og listar.

 

– – – – – – – – – – – –

 

Kristinn Guðbrandur Harðarson (b. 1955) has been selected as the biennial’s honorary artist, and has been active in the Icelandic art scene for decades. In his works a personal and poetic processing of the artist’s close environment is positioned within various mediums including texts, embroidery, sculpture, wall mural, cartoons and performances. Kristinn’s solo exhibition will be presented at Ásmundarsalur, and an artist book introduced at the same time will serve as its own independent exhibition space.

 

THE STAKE AND THE MAP*
H.K. Rannversson writes about Kristinn G. Harðarson

Kristinn G. Harðarson is a traveller who walks the path between life and art. From the beginning of his career he has positioned himself and his art just to the side of the Icelandic art scene, dedicated to the viewer’s perspective, in order to gain distance from the things that surround him. At the same time, the everyday has merged with Kristinn’s work and the separation between the two has become vague. Blurry. Like when hiking just outside of the city in fog and the city blends in with nature. It comes as no surprise that the artist’s work has not gone far or graced the covers of newspapers, because there is nothing here for the sensationalism of the art world. On the other hand Kristinn has been active in the Icelandic art scene for decades; he has taught and curated, is a founding member of the Living Art Museum in 1978 and one of the initiators of Gallerí Suðurgata 7, where his first solo exhibition took place the following year. Kristinn has not attempted to adhere to fads, but rather hold to his own stroke. And although it is possible to view the beginning of his career, towards the end of the seventies, in the context of Neo Expressionism in Iceland, his works have revolved around the conceptual rather than painterly embodiment of art. As an artist he has allowed each work to determine its own resolution and has applied different methods in his artistic practice, whether in the form of drawing, cartoons, sculpture, painting, film, photograph or performances. The form, in other words, is chosen with what the work has in mind:
ladder (in motion)
mountain belt (watercolour)*
Kristinn has often chosen the book as a space for his work and published multiple bookworks in his career, which have taken on the form of diaries or comic strips, among other things. If it is possible to find a red thread (red stakes) in his process, it would focus upon text in the visual works; the relationship of the text with the images. For a long time Kristinn has scribbled and written down things that have attracted his attention in his immediate environment, whether from nature, the city or in a newspaper on the kitchen table. These snapshots and text clips go unedited through the mind of the artist and onto paper, a bit like the scribbles that come to mind when talking with a good friend on the phone. Here one is not thinking about artistic value, but rather a personal and artistic process, perhaps a poetic processing of the everyday. The book is an optimal medium and form in this context, it is a space where the real and fictional run together. At the exhibition in Ásmundarsalur the book Dauðabani is added to the artist’s work. Here Kristinn has systematically worked through large quantities of everyday clips and scraps, and thought about options for incorporating and separating image and text. The book is similar to the first old-fashioned livre d’artiste, a type of illustrated poetry book that poets and artists worked on together, where illustration accompanied text. In Kristinn’s book there is interaction between these two components, which may not be strange considering that it is created by one and the same man. Therefore the images sometimes come before the texts and become an explanation. Elsewhere the text is first and then there is a diagram. More often than not this happens simultaneously in the mind of the artist and if he makes a change to the image (pepp up the red color!), the text requires editing also. And vice versa. Now, one could wonder if it is not some sort of misunderstanding on Kristinn’s behalf to publish a book at a festival that emphasizes time-based media and work that is in real-time? Then citing the repeated sentence of the book: What is going on? In the mid-1970s, when Kristinn was studying at the School of Art and Crafts, Ulises Carrión from Amsterdam wrote: “A book is a sequence of spaces. Each of these spaces is perceived at a different moment – a book is also a sequence of moments.” Could Kristinn have read Carrión’s text during his studies in the Netherlands a few years later? It is not unlikely, because during the exhibition the book is in fact an independent exhibition space that can be penetrated by reading, both image and text reading, walking in Kristinn ́s footsteps. The book is a “space-time sequence.” During the exhibition text and image escape from the area of the book and out into the exhibition space at Ásmundarsalur, merge and take on the form of paintings worked directly onto the walls of the room, accompanied by various-sized drawings and computer prints on paper. Here Kristinn has reworked the works found in the books in a new way, changed the shape of the images and sometimes shortened the text. At the same time they are in conversation with some older works and exhibitions by the artist worth mentioning. The works are reminiscent of paintings Kristinn worked with earlier in his career, in the beginning of 1980, where texts and images from the media where placed together. The exhibition as a whole can be seen as an extension of the exhibition Shelter (Skjól), which Kristinn held ten years ago in Kubburinn, Iceland University of the Arts’ exhibition space, and was realized in collaboration with the school and students in Art Theory at the University of Iceland. There were works that were developed from the artist’s sketches, where Kristinn considered the context of the text and image in the form of the logo. Here the works are some kind of code that point in an unclear direction, but all begin in the individual mindset of the artist. At the ninth Sequences festival viewers will be able to look at their surroundings from the same perspective as Kristinn G. Harðarson for a moment, or indefinitely depending on whether or not they take the book from the exhibition with them. It is this panorama over life and art that makes him a favourite of many artists, an “artists’ artist”: The one who can be trusted to come as a surprise, however paradoxical that may sound. In Kristinn’s art this makes sense though, because the works are created in the space that lies between the objects; between text and image. Between life and art.