Texti - Margrét Bjarnadóttir - 2019

19.04.2024

Um daginn fékk ég símhringingu frá tryggingafélagi sem bauð mér tvo kosti: að ég kæmi til þeirra og þeir myndu gera mér tilboð í tryggingarnar eða þá að þeir myndu „senda mann“ til mín. Þriðji kosturinn var auðvitað líka í boði: að afþakka og það hafði ég margoft áður gert. Tíðindaleysi daganna gerði það hins vegar að verkum að mér þótti spennandi að fá ókunnugan mann í heimsókn. Þetta var viðeigandi heimsókn að fá; viðkvæm og óþægileg – alveg eins og mér leið. Ég hafði líka hugsað óvenju mikið um líf- og sjúkdómatryggingar vikurnar á undan þannig að ég leit á þetta sem augljóst merki um að ganga í málið. Og hann kom, tryggingamiðlarinn, um hádegið einn daginn. Alveg eins og ég hélt að hann yrði; í jakkafötum og með skjalatösku – sem var reyndar mjúk en ekki hörð eins og ég hafði séð fyrir mér. Hann stóð fyrir framan mig, yngri en ég hafði gert ráð fyrir, í dökkgráum jakkafötum með smá glans – eins og óþornuð steypa. Áður en ég náði að segja að það væri óþarfi að fara úr skónum var hann kominn úr þeim og steig inn á parketið, í ljósbrúnum sokkum. Ég bauð honum kaffi sem hann þáði. Áður en hann kom hafði ég tekið fram súkkulaði og brytjað niður í litla skál. Þegar ég stóð frammi fyrir skálinni inni í eldhúsi var það alveg skýrt fyrir mér að súkkulaðið var orðið allt of persónulegt – eiginlega dónalegt. Ég skyldi ekki bera það fram. Ég gekk inn í stofu með kaffið og tók eftir því að hann horfði ekkert í kringum sig. Hann hefði alveg mátt gera það, mín vegna. Spyrja út í bækurnar, myndirnar á veggjunum eða steinana í glugganum. Þetta er líklega eitthvað sem þeim er uppálagt að gera þegar þeir fara svona inn á heimili fólks. Að láta eins og þeir séu ekki beint þarna. Ég fann að þetta passaði ekki karakternum hans, hann var ekki lokaður, heldur opinn – ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að hann væri „emotionally available” –  sem er gríðarlega góður eiginleiki en kannski óþarfur í okkar samskiptum. Birtan inni í stofu hafði líka varpaði ljósi á það að hann var rauðbirkinn sem kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði ekki tekið eftir því í gluggalausu holinu. Svo sátum við hvort á móti öðru við borðstofuborðið, hvort með sína tölvu fyrir framan sig og spiluðum einhvers konar tryggingapóker, þar sem ég mátti ekki segja honum hver kjör mín væru hjá mínu tryggingafélagi. Skemmtilegast fannst mér þegar hann útskýrði fyrir mér sjúkdómatryggingarnar og hina fjóru mismunandi flokka sjúkdóma. Það eru tryggingafélögin sem hafa flokkað þessa sjúkdóma – í samráði við lækna, býst ég við. Hann sagði: Þú verður blind. Skiptir ekki máli hvernig þú verður blind, hvort þú missir augað í slysi eða færð augnsjúkdóm. Þú ert bara orðin blind og færð tíu milljónir. En svo einhverju síðar verðurðu heyrnarlaus, þá færðu ekki neitt af því að heyrnarleysið er í sama flokki og blindan. Ef þú færð hins vegar krabbamein þá færðu aftur tíu milljónir af því að krabbameinið er í öðrum flokki. Hann var svo jarðbundinn og skýr þegar hann sagði mér þetta allt saman að ég varð í senn heilluð og áhyggjufull. Tilboðið sem hann gerði mér var að lokum bara örfáum krónum hagstæðara en það sem ég var nú þegar með sem reyndist honum greinilega vonbrigði. Hann bætti þá við einhverjum auka fríðindum og ég sagðist myndi „hugsa málið” og um leið velti ég því fyrir mér hvort það væri til leiðinlegra orðasamband. Eða leiðinlegri afstaða til lífsins. Þannig að ég bætti við „þó að ég viti að hvorki sjúkdómar né dauði gefi manni tækifæri til að hugsa málið”. Hann sagði ekkert, heldur fór niður á vinstra hné til að klæða sig í skóna. Ég sá undir sokkana á vinstri fæti og þeir voru með gúmmígripi – eins og barnasokkar – til að renna ekki á parketi.

– – – – – – – – –

EN:

The other day I got a call from an insurance company that offered me two options:  I could go see them and they would make me an offer for the insurance, or they could “send a man” to me. A third option was of course also available — to decline as I had done many times before. Life had been pretty quiet lately which made the idea of a visit from a stranger seem kind of exciting. Somehow, it felt fitting — fragile and slightly uncomfortable, just how I had been feeling. I’d also been thinking an unusual amount about life insurance recently, so I took this as a clear sign to get things done.  And then he arrived, the insurance agent, at noon one day. Exactly as I’d pictured him, in a suit and with a briefcase — which was soft, not hard like I’d imagined it. He stood before me, younger than I’d expected, his dark grey suit shining slightly – like damp concrete. Before I could say it was unnecessary to remove his shoes, he’d slipped them off and stepped onto the parquet in his light brown socks. I offered him coffee, which he accepted. Before he arrived, I’d broken chocolate into pieces in a little bowl. Standing in front of the bowl in the kitchen, it became clear to me that the chocolate was too intimate, too personal, almost rude. I shouldn’t put it out. I walked into the living room with the coffee and noticed that he wasn’t looking around. It would have been fine with me if he had. If he wanted to ask about the books, the pictures on the walls, or the stones on the window sill. This is probably something they’re required to do when they go into people’s homes — to pretend they’re not quite there. Somehow it didn’t really fit his character. He wasn’t the closed type, more transparent, I’d even go as far as saying he was “emotionally available” — which is a very good quality, but of course not really necessary for our interaction. The light in the living room revealed that he was a redhead, which was a pleasant surprise. I hadn’t noticed that in the windowless hallway. We sat opposite one another at the dining room table, each with our computers in front of us, playing some kind of insurance poker, where I couldn’t tell him what my terms were with my insurance company. My favourite part was when he walked me through the basics of health insurance and explained the four different disease categories to me. The insurance companies organise the diseases into these categories — in consultation with doctors, I guess. He said: You go blind. It doesn’t matter how you go blind, whether you lose your eye in an accident or develop an eye disease, you just go blind and you get ten million. But then later on, you go deaf and you don’t get a thing because deafness is in the same category as blindness. If you get cancer though, you’ll get another ten million because cancer is in a different category. He was so calm and clear when he said all this that I felt all at once mesmerized and distressed. In the end, the offer he made was only slightly better value than what I already had, which clearly disappointed him. He added some extra benefits and I said I’d “think about it” and at the same time, I wondered if there was a more boring phrase — or a more boring attitude towards life — so I added, “though I’m aware that neither disease nor death gives you a chance to think about it.” He said nothing, but bent down on his left knee to put on his shoes. I saw under the sock on his left foot and it had rubber grips — like children’s socks — to not slip on the parquet.