Skyn

23.05.2024

Skyn

Sýning

Málverk og stafrænt prent

Ásgerður Arnardóttir & Vera Hilmarsdóttir

Núllið Gallery, Bankastræti 0

Samsýning á verkum Ásgerðar Arnar og Veru Hilmars. Ásgerður sýnir stafræn prent á álplötur. Þau eru einskonar ljósmyndaverk sem eru unnin eftir málverki sem byggir á ljósmyndum af eldri verkum. Málverki sem er síðan beyglað og meðhöndlað eins og skúlptúr og ljósmyndað frá mismunandi sjónarhornum. Hér á sér stað samtal tveggja miðla, ljósmynda og málverks, með viðkomu í stafrænum heimi.
Vera sýnir málverk. Þau eru ætluð sem áminning um hvaðan við komum, vitnun í ljósið, örverur tímann og sálarlíf okkar. Verkin eru búin til með því markmiði að áhorfandinn geti speglað sjálfan sig í verkinu og þar af leiðandi komist aðeins nær sannleika sjálfs síns

Skyn