“Regla brotinna rúða og djöfulsins flóran þín er einkasýning Sölva Magnússonar í Núllinu Gallerý.
Sölvi hefur getið sér gott orðspor með framandlegum húðflúrum sínum og teikningum.
Hann býður þig velkominn í gróðurhúsið sitt, þrátt fyrir einstaka rúðubrot og skemmdarverk kennir hér ýmissa grasa því hér fær arfinn að njóta sín með rósunum.
Illgresið svokallað sem býður sig velkomið í garðinn og skríða innan um skrautblómin hefur alveg jafn mikið fram á að færa og gulur, fyrirsjáanlegur og lélegur túlípani.
Plönturnar eru herskari móður jarðar og fjölbreytnin er henni mikilvæg, húðflúr eru herskari mannsins og er fjölbreytnin Sölva hugfanginn.
Húðflóran er óendanleg, hver segir að húðflúr séu bara akkeri og minning af löngu dauðu ástarsambandi. Hversu hátt getur burkninn þinn vaxið?
Afhverju að sætta sig við húðflúrstofu með plagg frá heilbrigðiseftirlitinu sem flúrar bara lélegar tilvitnanir þegar Sleepless in Reykjavík er til staðar.”
– Núllið Gallerý