Sýningin ‘BÓTANÍK’ samanstendur af verkum listakonunnar þar sem fagurfræði plönturíkisins er fléttuð inn í steindir og glitur.
Í verkum Mellí (1997) ráða glimmer og gimsteinar jafnan ríkjum, efniviður sem fyrirfinnst ekki einvörðungu inni á diskótekum. Auk glitursins sækir listakonan mikið í hefðbundna abstrakt geómetríu, og fléttar hana inn í yfirgengilegan og hólógrafískan efnivið. Á yfirborði málverkanna má finna fíngerða skúlptúra sem líkja eftir kristalþyrpingum sem finnast í bergi jarðarinnar. Að jafnaði þekkjum við málverk sem tvívíðan flöt, og verður sá flötur því þrívíður með viðbót þessara skúlptúra. ‘Bótaník’ er þriðja einkasýning listakonunnar.