Þorbjörg Jónsdóttir

(IS)

Þorbjörg Jónsdóttir (f. 1979) er kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður með MFA-gráðu í tilraunakenndri kvikmyndagerð frá CalArts og BA-gráðu í myndlist frá LHÍ. Hún vinnur mest með tilraunakvikmynda- og vídeómiðilinn, í formi narratívra kvikmyndaverka, heimildamynda og vídeóinnsetninga. Hugðarefni hennar liggja meðal annars í etnógrafíu, landslagi og abstrakt formalisma í kvikmyndun, þar sem aðrar víddir og yfirnáttúruleg svið eru könnuð. Verk Þorbjargar hafa verið sýnd víða á kvikmyndahátíðum og í galleríum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum, meðal annars á CPH:DOX, IMAGES Film Festival, JEONJU Film Festival, FID Marseille og á LACMA. Nýjasta kvikmyndaverk hennar, A tree is like a man, var frumsýnd á CPH:DOX 2019 þar sem hún keppti í NEXT:WAVE flokknum.

A tree is like a man er tilraun til að snerta aðra heima. Þorbjörg Jónsdóttir kynntist shamaninum Don William fyrir tilviljun þegar hún var á ferðalagi í Amazon- frumskóginum í Kólumbíu árið 2000. Þessi kynni leiddu til áralangs samstarfs og vináttu sem m.a. gat af sér kvikmyndina A Tree is Like a Man. Kvikmyndin, sem tekin er á 16mm filmu yfir nokkurra ára tímabil, fjallar um plöntulyfið Ayahuasca, landslag frumskógarins og andaheim fólksins sem þar býr. (ÞJ)

Bíó Paradís

– – – – – – – – – –

 

Thorbjorg Jonsdottir (b. 1979) is an experimental filmmaker and video artist from Iceland who holds an MFA in filmmaking from California Institute of the Arts and a BA Visual Arts from Iceland University of the Arts. Thorbjorg works mainly with experimental film and video media, in the forms of narrative film, documentary and video installation. Her films and videoworks navigate between ethnography and abstract formalism, explore preternatural states where oral-mythology and landscape collide. Thorbjorg’s films and video installations have been screened both in galleries and film festivals in Europe, Asia and the US, at venues including CPH:DOX, IMAGES festival, JEONJU Film Festival, FID Marseille and at LACMA. Her most recent film A tree is like a man premiered at CPH:DOX 2019 where it competed in the NEXT:WAVE section.

“A tree is like a man – En la maloca de Don William is an attempt to touch the otherworld through its edges. Filmmaker Thorbjorg Jonsdottir met Ayahuasquero Don William back in the year 2000 by chance while traveling in the Columbian Amazon. This encounter lead to a collaboration that developed over a decade between the filmmaker and the shaman. Shot on 16mm, the film serves as a personal witness to Don William’s lifelong relationship to ayahuasca and other plant medicines that are native to the jungle. With the rainforest a rich labyrinthine background, this portrait is at once intimate and spare; opening up to alternate realities as dense as the jungle itself, with kaleidoscopic multiplicities in both natural and spiritual Realms.” (THJ)

Bíó Paradís

Associated events: