Þóranna Björnsdóttir

(IS)

Þóranna Dögg Björnsdóttir (f. 1976) lauk burtfararprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH og BA-prófi í sjón- og hljóðlistum frá Konunglega listaháskólanum í Haag.

Verk Þórönnu, sem fléttast af mynd og hljóði, byggja m.a. á samspili kvikmyndar og lifandi tónlistarflutnings og taka á sig mynd í formi hljóðskúlptúra, gjörninga og hljóðverka. Hún hefur sýnt verk sín víða og komið fram á fjölmörgum tónleikum og listahátíðum á Íslandi og erlendis. Þóranna starfar einnig sem gjörningalistamaður með listahópnum Wunderland.

Á Sequences IX mun Þóranna skapa aðstæður sem felast í að vekja upp eða kalla fram minningar; miðla reynslu, tengingu við umheiminn og búa til nýja.

„Að veita minningu um hljóð athygli dregur fram skarpar myndir í huganum; maður heyrir og sér fyrir sér. Hljóðbrot/minningabrot endurvakið er smækkuð mynd af veruleika sem var og með því að leggja áherslu á hljóð/in, fyrirbærin, getur skilningur og næmi aukist til að rannsaka, umbreyta og tjá nýjar hugmyndir um veruleika sem er og getur orðið. Hljóðin eru ósnertanleg og loftkennd líkt og minningarnar um þau. Hljóð eru hlutbundin. Hljóð verða óhlutbundin. Með því að endurskapa minningu um hljóð verður til upplifun sem er færð inn í stað og stund og búin eru til tengsl við fjarlægan heim.“

Marshallhúsið

– – – – – – – – – – – – – –

 

Þóranna Dögg Björnsdóttir (b. 1976) is a graduate of Classical Piano from FÍH Music School and holds a BA in Visual and Sound Art from the Royal Academy of Art in The Hague.

Þóranna’s work, interwoven image and sound, is often built upon the interplay of film and live music performances, and takes on the form of sound-sculpture, performance and soundwork. She has exhibited her work widely and performed at numerous concerts and art festivals in Iceland and internationally. Þóranna also works as a performance artist with the international art group Wunderland.

At Sequences IX Þóranna will create conditions that involve awakening or evoking memories; sharing experiences, connecting with the outside world and creating new.

“To consider a memory of sound draws attention to sharp images in the mind; one hears and envisions. Sound/memory fragments revived are reduced images of a reality that once was, and by emphasizing sound/sounds, the phenomena, an understanding and sensitivity to research transforms and suggests new ideas about reality as it is and can be. The sounds are intangible and vaporous, like the memories of them. Sounds are object-oriented. Sounds become abstract. By recreating the memory of sound, an experience is brought into place and moment, and connections are made to a distant world.”

the Marshall house

Associated events:

Þóranna Dögg Björnsdóttir í viðtali í Víðsjá.