Ríkharður H. Friðriksson

(IS)

“Tónlist mín fer í grundvallaratriðum í tvær áttir. Annars vegar sem ég raftónlist byggða á náttúruhljóðum og hreyfingu þeirra í rými. Mér finnst náttúruleg hljóð hafa meiri dýpt og fjölbreytileika en nokkuð sem vél getur framleitt. Ég hlusta því meðvitaður á umhverfi mitt og fæ þaðan efni í verk mín. Þetta efni er síðan stökkpallur fyrir hvers kyns umbreytingar í tölvu þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn, en fjölbreytileiki upprunans skilar sér alltaf á einhvern hátt í gegnum allt ferlið.

Í raunheiminum kemur hljóðið ekki til okkar í gegnum einn eða tvo hátalara. Það kemur úr öllum áttum. Í samræmi við það er tónlist mín næstum alltaf send í gegnum marga hátalara sem reyna að endurskapa hina margvíðu hljóðupplifun raunveruleikans.

Hins vegar er ég og verð gítarleikari. Það er uppruni sem ég á aldrei eftir að losna við. Á því sviði geri ég spunatónlist þar sem ég sendi hljóð rafgítars í gegnum tölvuúrvinnslu, annað hvort einn eða með sveitinni Icelandic Sound Company. Þannig sameina ég upprunann og seinni áhugamál í einum pakka og fæ um leið tilbreytingu frá stúdíóvinnu þar sem ég nostra við smáatriði, með því að standa á sviði og láta allt flakka umhugsunarlaust. Þannig fæ ég útrás fyrir hina hliðina á mér.

Ég hóf tónlistarferilinn fyrir löngu síðan sem gítarleikari í pönkhljómsveitum. Eftir langt tímabil afneitunar datt ég aftur í upprunann og undanfarin ár er ég farinn að pönka aftur. Hægt er að sjá mig spila nokkrum sinnum á ári í miklum ham hinum og þessum tónleikastöðum bæjarins.”

Associated events: