Philip Jeck

(UK)

Enski listamaðurinn Philip Jeck (f. 1952) nam myndlist í Dartington College og hefur um áratugabil nýtt sér hljóð sem uppistöðuna í list sinni. Í verkum Philip Jeck býr djúp tilfinning fyrir veröld sem var, gamlir plötuspilarar og lúnar vínilplötur sem hann hefur gjarnan grafið upp á fornsölum mynda grunninn að tjáningarríkum og seiðandi hljóðverkum, fullum af brestum og braki, minningum og þrám. Til að nýta sér plöturnar í verkum sínum afmarkar hann eða merkir tiltekin brot sem kveikja áhuga hans, úr verður hljóðlykkja eða lúppa sem Jeck umbreytir, teygir og togar með græjum á borð við pedala og/eða hraðastillingum gömlu plötuspilaranna sem geta snúist á 16, 33, 45 eða 78 snúningum. Inn í þennan hljóðheim renna hans eigin hljóð spiluð af gömlum samplerum (hljóðsmölum) eða Mini-disk spilurum. Philip Jeck hefur sent frá sér fjölda rómaðra platna sem út hafa komið hjá breska útgáfufyrirtækinu TOUCH, spilað á tónleikum og listahátíðum víða um heim og gert hljóðinnsetningar fyrir virt listrými og listahátíðir á borð við Hayward Gallery, Hamburger Bahnhof og Tvíæringinn í Liverpool. Jeck hefur samið tónlist fyrir óperur, balletta og kvikmyndir og unnið með tónlistarmönnum á borð við Gavin Bryars, Jah Wobble (úr Public Image Ltd), Jaki Liebezeit (úr CAN), Jacob Kirkegaard, Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttur. Eitt af þekktustu verkum Philip Jeck er án efa Vinyl Requiem eða Vínilsálumessa fyrir 180 gamla Dansette plötuspilara, unnið í samstarfi við myndlistarmanninn Lol Sargent, frumflutt í Union Chapel í London árið 1993.

Fríkirkjan í Reykjavík

– – – – – – – – – –

 

English artist Philip Jeck (b. 1952) studied art at Dartington College and for decades has used sound as a foundation for his art. In Jeck’s work there is a deep sense of the world that once was; old record players and tired vinyls, often dug up out of antique shops, are the source of expressive and seductive sounds, full of breaks and debris, memories and desires. In using the vinyl record in his work, Jeck defines or marks specific fragments that spark his interest, creating a sound loop or loop that he transforms, stretches and pulls with gadgets such as pedals and/or speed settings of the old record players that can rotate at 16, 33, 45 or 78 rotations. In this sonic world his own sound is played from old samplers (audio grinders) or Minidisc players. Jeck has released numerous acclaimed albums with the British publishing company TOUCH, performed at concerts and art festivals around the world, and created sound installations for respected art spaces and festivals such as Hayward Gallery, Hamburger Bahnhof and the Biennale in Liverpool. Jeck has composed music for operas, ballets and films, and has worked with musicians such as Gavin Bryars, Jah Wobble (from Public Image Ltd), Jaki Liebezeit (from CAN), Jacob Kirkegaard, Jóhann Jóhannsson and Hildur Guðnadóttir. One of Philip Jeck’s best-known works is undoubtedly Vinyl Requiem for 180 old Dansette record players, co-produced with artist Lol Sargent, premiered in Union Chapel in London in 1993.

Fríkirkjan in Reykjavík

Associated events: