Mark Lewis

(CAN)

Kanadíski listamaðurinn Mark Lewis (f. 1958) hóf feril sinn sem ljósmyndari en tók í kringum árið 1995 að vinna með kvikmyndamiðilinn sem hann hefur lagt áherslu á allar götur síðan. Kvikmyndir Lewis skipta tugum og eru einum þræði rannsókn á sjónrænum eiginleikum kvikmyndamiðilsins og tengslum hans við málverka- og ljósmyndahefðina. Eins og til að undirstrika þann þátt eru þær flestar hljóðlausar og stuttar, örfáar mínútur sem er sá tími sem gæti tekið áhorfanda að virða málverk eða ljósmynd gaumgæfilega fyrir sér. Í titlum kvikmynda hans er iðulega vísað í heiti staðarins þar sem kvikmyndin er tekin upp og stundum jafnframt í hreyfingar kvikmyndavélarinnar eða beitingu aðdráttarlinsunnar, lóðrétt, lárétt, kyrrstætt, 360 gráður (dolly, pan, tilt, o.sfrv.); kannski ekki ósvipað því þegar málverki er lýst sem olía á striga.  Kvikmyndavélin ákvarðar sjónarhornið, þrengir það og víkkar út, teiknar upp heiminn. Sjónarhornin eru af ýmsum toga, kvikmyndir Lewis birta jafnt iðandi stórborgir og kyrrlátar náttúrustemningar og þótt eiginlegum söguþræði sé ekki fyrir að fara fela þær alltaf í sér einhvers konar örsögu eða hreyfingu, sumar kvikmyndanna leiknar og aðrar ekki. Þessi hlutlæga könnun á möguleikum kvikmyndamiðilsins skapar framandleika og draumkennt ástand. Mark Lewis hefur sýnt um heim allan og var fulltrúi Kanada á Feneyjatvíæringnum 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Lewis eru sýnd á Íslandi.

sýning a) – Kling & Bang

– – – – – – –

 

Canadian artist Mark Lewis (b.1958) began his career as a photographer, but in 1995 started to work with the medium of film and it has been his artistic focus since. Lewis’ dozens of films are a single thread of research into the visual qualities of the medium, and its connection to the traditions of painting and photography. As if to emphasize this thought, most are silent and short, just minutes in length; the time it could take the viewer to carefully consider a painting or photograph. His film titles often reference the name of the place where the film was recorded, and sometimes the speed of the camera or the application of the zoom lens: vertical, horizontal, stationary, 360 degrees (dolly, pan, tilt, etc.). Perhaps not unlike when painting is described as oil on canvas. The camera sets the perspective, narrows it and expands it, drawing the world. These perspectives are varied, with Lewis’ films portraying both bustling metropolitan cities and quiet natural atmospheres, and although there is not an actual plot, there is always some sort of short story or movement, some of the films with actors and others without. This objective exploration of the possibilities within the medium of film creates an extravagant and dreamlike state. Mark Lewis has exhibited around the world and represented Canada at the Venice Biennale in 2009. This is the first time Lewis’ work is shown in Iceland.

exhibition a) – Kling & Bang

Associated events: