Kristján Guðmundsson

(IS)

Kristján Guðmundsson ( f. 1941) er sjálfmenntaður í myndlist og hefur um áratugaskeið verið einn af athyglisverðustu listamönnum Íslands. Verk hans einkennast af einfaldri og formfastri framsetningu í bland við ljóðrænu þar sem iðulega bregður fyrir heimspekilegri nálgun og djúpri og ísmeygilegri kímni. Miðlarnir fjölbreyttir, málverk, teikning, skúlptúrar, innsetningar, gjörningar og bókverk svo dæmi séu tekin og í mörgum verka Kristjáns er unnið meðvitað með eigindir og merkingu miðilsins. Efniviðurinn í myndlist hans oft hversdagslegur, beinskeyttur og hrár; ritblý, þerripappír, blek, hallamál, íþróttavörur, rafmagnskaplar, stálrör og einangrunargler.

Litað og/eða glært einangrunargler er uppistaðan í verkum sem Kristján hóf að vinna að í kringum aldamótin síðustu. Titlar verkanna og margræður leikur með tungumálið eru órjúfanlegur hluti af inntakinu svo sem Barnablátt útsýni (1998 – 1999), Draumaútsýni (1999) og Rautt málverk með tæru útsýni (2000). Verkið Ósótt útsýni er frá þessu tímabili, fyrst sýnt á Kjarvalsstöðum 2001. Efniviður verksins er tvöfalt einangrunargler, verkið lifir sem hugmynd og útlit þess breytilegt, háð því sem til fellur af ósóttum pöntunum í glerverksmiðjum hverju sinni.

sýning a) – Kling & Bang

– – – – – – –

 

Kristján Guðmundsson (b. 1941) is a self-educated artist, and has been one of Iceland’s most notable artists for decades. His work is characterized by simple and formalistic presentation mixed with a poetic that often leads to subtle humour. Media is diverse: painting, drawing, sculpture, installation, performance and bookwork for example, and many of Kristján’s works are made consciously with the characteristics and meaning of the medium in mind. The subject matter of his art is often mundane, straightforward and raw; lead, blotting paper, ink, dimensions, sports goods, power cables, steel pipes and double-paned glass.

Coloured and/or clear double-paned glass is a material that Kristján started using in the works around the year 2000. The work titles and the ambiguous play with language are an integral part of the content, such as Baby-Blue View (1998 – 1999), Dream View (1999) and Red Painting with Clear View (2000). The work Forgotten View is from this time period, first exhibited at Kjarvalsstaðir in 2001. The material of the work is double-paned glass, the work lives on as an idea and its appearance varies depending on the unclaimed orders in the glass workshop at any one time.

exhibition a) – Kling & Bang

Associated events: