Karlotta Blöndal

(IS)

Karlotta Blöndal (1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Háskólanum í Lundi. Verk hennar eru unnin í margs konar miðla, teikningu, málverk, innsetningar og gjörninga þar sem hún skoðar hugmyndir um víddir, tengslin á milli hins efnislega og andlega, hins einstæða og fjöldaframleidda. Karlotta hefur sýnt í helstu sýningarýmum á Íslandi og víða utan landsteinanna.

„Fyrir framan spegilinn er alls kyns handahóf. Einhver veiðir lokk framan úr andlitinu. Annar strýkur hárinu til hliðar. Hér leiðréttir maður línu og kona hneppir tölu frá. Þú virðir sjálfa þig fyrir þér í hálfum skugga. Ég kem hingað aftur og aftur í mismunandi nekt. Hann var brosmildur einn góðan veðurdag í febrúar 1907. Henni leist ekki á blikuna í nóvember 2016. Hvert augnablik fyrir framan spegil er tilraun. Hér mætir óreiðan einhverskonar mynstri. Upplifun sem verður ekki talin. Í speglinum birtist mennskur tími.

Á Sequences IX leggur Karlotta Blöndal til verk sem fæst við tímann á marglaga hátt. Nú lifum við ekki aðeins á tölvuvæddri öld heldur stöndum við frammi fyrir síð-stafrænni framtíð. Þá spretta upp spurningar sem í senn eru nýstárlegar og kunnuglegar.  Því samofnari sem maður og vél verða, því ákafara er spurt: Í hverju felst mennskan? Er til einhvers konar reynsla af tímanum sem aðeins mannfólkið upplifir? Karlotta velur spegilinn sem miðil fyrir þessar spurningar. Spegillinn er kunnuglegur félagskapur í lífi okkar en þekkjum við hann eins vel og hann þekkir okkur? Í speglinum segjum við að hlutlægur veruleikinn birtist okkur í fullkominni eftirlíkingu. En með frádrætti og endurtekningum nálgast Karlotta viðfangsefni sitt, að draga upp mynd af spegluninni sjálfri. Hreyfingingunni sjálfri. Það sem eftir stendur í fari manneskjunar þegar öll hlutgerving er fjarlægð.
Er tíminn flæði eða er tíminn röð atvika? Er hreyfingin sjálfur kjarni tilverunnar eða blekkingin ein? Svoleiðis spurningar leituðu á hugann í fornöld. Hafa slíkar spurningar úrelst á stafrænni öld? Speglar ekki skjárinn stafrænan veruleika sem er ekkert nema röð kyrramynda –táknaðar með tölunum 1 og 0? Eða býr eitthvað annað að baki? Karlotta beinir sjónum að einhverju sem er handan við spegilinn. Fjarvera í heimi speglunar vísar til nærveru í mennskum tíma.” (Valur Brynjar Antonsson)

sýning b) – Nýlistasafnið

– – – – – – –

 

Karlotta Blöndal (1973)  lives and works in Reykjavík, Iceland. She received her MFA from Malmö Art Academy. She works in a variety of media, ranging from drawings, paintings, environmental installations and performances exploring notions of dimensionality, the connection between the material and the spiritual, the unique and the reproduced. Blöndal has exhibited in various galleries and museums in Iceland and abroad.

“Consider yourself in front of the mirror. Countless moments you’ve stood in front of the mirror. Disheveled clothes. Different states of your naked self. Diverse moods. Your hair in various states of disarray. Consider other people. Disinterested smiles. Interrogative gazes. In front of this mirror in February 1907. On a Monday in 1989. November 2016. Consider each human. A sense of falling apart. All our movements in order to regain composure. A meeting between entropy and order, an experience of time that cannot be clocked, a distinctly human sense of self.

Karlotta Blöndal’s contribution to the 2019 Sequences Biennial is a multilayered study on time from a perspective that might be considered unexpected in a digitized paradigm, but one that relates some of the core questions of an alternate take on our future: that of the postdigital age. The deeper humans and machines become enmeshed, the more a perennial question arises: Is there such a ‘thing’ as distinctly felt experience of human time? For the study, Karlotta chooses a portrait of a well-known medium, intimately, perhaps the best-known medium: the mirror. A companion that rarely draws attention to itself in-itself, the mirror often serves as the perfect ideal of objective representation. But through a series of regressive abstractions, Karlotta draws something that approximates the specular in-itself, layers upon layers of human movement in front of the mirror, what remains when every objective feature of the human body has been eliminated.
Since classical antiquity, Western thinkers such as Parmenides and Heraclitus have debated on the nature of time; whether it’s sequential, merely an illusion, or something akin to a flowing river. In the East, such questions formed the initiation ground for the way of the enlightened ones. Today, in our age of digitized screens, the question might seem to have been settled: Time is merely sequential, an interplay of zeroes and ones. But something remains, doesn’t it? This is what Karlotta Blöndal is orientating our gaze towards: Something specular that leaves a negative imprint on the very medium that was meant to capture our selves.” (Valur Brynjar Antonsson)

exhibition b) – the Living Art Museum

Associated events: