Karin Sander

(GER)

Þýska myndlistarkonan Karin Sander (f. 1957) er þekkt víða um heim og hefur um árabil tengst íslensku myndlistarlífi sterkum böndum. Árið 1994 var fyrst haldin sýning á myndlist hennar hérlendis en þá vann hún verkið Wallpiece inn í sýningarýmið Önnur hæð. Nokkrir valdir veggfletir sýningarýmisins voru spegilfægðir með æ fíngerðari sandpappír. Til urðu gljáfægð veggverk sem fönguðu á lágstemmdan hátt sýningarýmið sjálft og gesti þess.

Verk Karin Sander byggja oft á virkri þátttöku áhorfenda, sterku hugmyndafræðilegu inntaki, glettni og einföldum leikreglum sem listakonan setur sér. Tilviljanir og tími eru breytur sem iðulega móta myndlist hennar, í því samhengi má nefna Mailed paintings þar sem hvítur, grunnaður strigi á blindramma er sendur, óvarinn, í pósti á milli sýningastaða. Stimplar, utanáskrift, límmiðar, kusk, blettir og óhreinindi taka að setja mark sitt á strigann sem síðan er hengur upp á vegg í gallerírýminu.

Á Sequences IX eru til sýnis nokkrar ljósmyndir úr ljósmyndaseríunni Call Shots sem Karin Sander byrjaði að vinna að árið 2014. Listakonan lætur forrita símann sinn þannig að í hvert sinn sem hún svarar símanum tekur síminn ljósmynd. Ljósmyndin fangar ákveðið augnablik í tíma og rúmi, hringjandinn verður beinn gerandi í verkinu og útkoman tilviljanakennd, fjölbreytt og heillandi.

sýning a) – Kling & Bang

– – – – – – – –

 

German artist Karin Sander (b. 1957) is known around the world and has for many years been connected to the Icelandic art scene. In 1994 the first exhibition of her work was held in Iceland, where she exhibited Wallpiece in the exhibition space Second Floor. Areas of the exhibition space were selected and polished with increasingly fine sandpaper. These areas became shiny, polished wall works that lightly reflected the exhibition space itself and its audience.

Karin Sanders work is often built upon the active participation of the viewer, strong conceptual content, playfulness and plain tactics that the artist works with. Coincidences and time are variables that often define her art, e.g.  Mailed paintings, where a narrow white canvas on a frame is sent, exposed, in the mail between exhibition spaces. Stamps, redirections, stickers, dust, spots and dirt begin to mark on the canvas, which is then hung on a wall in the gallery space.

Sequences IX exhibits multiple photographs from the photographic series Call Shots that Karin Sander began working on in 2014. The artist has had her phone programmed so that when she answers a phone-call the phone takes a photograph. The photo captures a moment in time and space, the caller becomes a direct performer in the work and the result is random, varied and fascinating.

exhibition a) – Kling & Bang

Associated events: