Guðný Guðmundsdóttir

(IS)

Guðný Guðmundsdóttir (f. 1970) útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993, Hochschule für bildende Künste Hamburg árið 2001 og hefur starfað við myndlist síðan. Hún vinnur með hefðbundna miðla eins og teikningu, málverk, klippimyndir, skúlptúr og ljósmyndun.

„Verkið er samsett vinnuteikning sem lýsir því hvernig 19 hnit hverfast um skálægan og á köflum ósýnilegan öxulslóða sem gengur í gegnum hana miðja, úr efra vinstra horni þar sem hann á upptök sín og niður í neðra hægra horn. Hnitin ákvarða svæði sem sum deilast niður í minni, aðgreind rými en klæðið sjálft hefur tilhneigingu til að þenjast út og leita út fyrir jaðar teikningarinnar. Ýmis hlutbundin og óhlutbundin form ferðast um myndflötinn eftir misaugljósum leiðum sem ávallt ákvarðast af réttum hnitum, tvinnast saman og umbreytast eða hverfa. Skordýr sem verður að vél sem verður að fugli sem verður að farartæki sem gerir tilraun til að breytast í innri formgerð skordýrs. Líkt og eyjan sem var kona á hringlaga palli sem átti svo ilmvatn sem bar nafn annarrar eyju. Þannig gat hún, sem var bæði svæði og vera, lokað hringnum í einni alltumlykjandi sviðsetningu“. (GG)

sýning b) – Nýlistasafnið

– – – – – – – – –

Guðný Guðmundsdóttir (b. 1970) graduated from the Icelandic College of Art and Crafts in 1993 and Hochschule für bildende Künste Hamburg in 2001. She has worked in visual art since. Guðný works with traditional media including: drawing, painting, collage, sculpture and photography.

“The work is a composite working-drawing that examines how 19 coordinates disappear in an oblique and at times invisible axis points that pass through the middle of it from the upper left corner, where it originates, and down to the lower right corner. The coordinates determine areas, some of which are divided into smaller, separate spaces but the cloth itself tends to expand and extend out and beyond the edges of the drawing. A range of object-oriented and non-objective forms travel about the image field following various paths determined by the right coordinates, twist together, transform and disappear. An insect that turns into a machine, that becomes a bird, that becomes a vehicle that attempts to transform into the internal structure of an insect. Like an island that was a woman on a circular platform with such a perfume that bore the name of another island. Thus she, who was both an area and a being, could close the ring in one all-encompassing staging.” (GG)

exhibition b) – the Living Art Museum

Associated events: