Eva Ísleifsdóttir

(IS)

Eva Ísleifsdóttir er fædd 1982 í Reykjavík. Árið 2008 lauk hún BA gráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Reykjavík. Haustið 2008 hélt hún til Edinborgar og útskrifaðist hún með Mastersgráðu úr skúlptúr frá Listaháskólanum í Edinborg vorið 2010. Eva hefur sýnt bæði á Íslandi og í Evrópu. 

Samstarfsverkefni sem Eva hefur átt þátt í að koma á fót hafa verið á borð við Ljóðlist á myndrænan hátt á Bíldudal, enn það verkefni hlaut styrk frá Menningarsjóði Vestfjarða. Verkefnið var unnið í samtarfi við Jón Þórðarsson og listakonuna Moniku Frycova frá Tékklandi. My friend the foreigner enn það sýningarverkefni opnaði þann 22 september í Edinborg. Er verkefnið væntalegt á Ísland í vor 2012.  Einnig stofnaðu hún í samstarfi við Jón Þórðarsson listamannavinnustofuna sem heitir Why bíldudalur? og er sú vinnustofa starfrækt á Vestfjörðum, Bíldudal. Listamenn frá Evrópu og Ameríku hafa sótt stofuna. Eva hefur setið í inntökunefnd fyrir listamannavinnustofurnar Dionýsa árið 2008 og 2010. Einnig tók Eva þátt í íslenskri myndlistarhátíð í Póllandi núna síðastliði ár

Síðan árið 2007 hefur Eva verið starfandi í gjörningar duo með Tékkneskri listakonu sem heitir Monika Frycova. Þær hafa sýnt víða, Þýskalandi, Íslandi, Noregi og Tékklandi. Síðast tókum þær þátt í Sequences  raun-tíma listahátíð á Íslandi sem var 1-10 apríl 2011.

Associated events: