Douglas Gordon

(UK)

Skoski myndlistarmaðurinn Douglas Gordon (f. 1966) er einn af þekktari myndlistarmönnum samtímans. Verk hans, sem eru gerð í alls kyns miðla, ljósmyndir, teikningar, innsetningar, kvikmyndir og skúlptúra, hverfast gjarnan um minningar, undirmeðvitund, skynjun veruleikans og tímans þar sem unnið er með afbyggingu og bjögun hins þekkta og viðtekna. Stef úr menningarsögunni og þekktar kvikmyndir hafa myndað uppistöðuna í nokkrum verka Gordon; elsta dæmið af þeim toga er 24 Hour Pyscho (1993) þar sem kvikmynd Alfreds Hitchcocks er varpað á tjald sem hangir fyrir miðju sýningarýmis og teygt er úr kvikmyndinni svo að hún tekur 24 klukkustundir í sýningu í stað 109 mínútna. Í verkinu Between Darkness and Light (After William Blake) frá 1997 er tveimur kvikmyndum, The Song of Bernadette (1943) og The Exorcist (1973) varpað samtímis á eitt og sama tjaldið; kvikmyndirnar fjalla báðar um unglingsstúlkur sem haldnar eru yfirskilvitlegum anda, guðlegum og djöfullegum en átök góðs og ills eru eitt af leiðarstefjunum í mörgum verka Gordon.

Kvikmynd Gordon, I Had Nowhere to Go (2016) er persónuleg heimildamynd og óður til litháísk-bandaríska kvikmyndabrautryðjandans Jonas Mekas (1922 – 2019) og byggir á samnefndum æviminningum Mekas en verk hans voru í lykilhlutverki á RIFF – Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík árið 2018. Kvikmyndin er 97 mínútna löng, borin uppi af brothættri rödd hins aldna listamanns sem les minningabrot sín frá Litháen í hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar og flótta  vestur um haf. Hljóðmyndin drífur verkið áfram; myrkrið, sem ræður ríkjum langstærstan hluta, af og til rofið með myndskeiðum sem mynda órætt mótvægi við minningabrot Mekas. Þótt myrkrið sé ráðandi á tjaldinu hefur Gordon lagt áherslu á að sjónmál kvikmyndarinnar sé engu að síður ríkulegt, myndirnar birtist einfaldlega í hugskoti þess sem hlustar, horfir og skynjar.  Douglas Gordon fram í fyrirlestraröð LHÍ og Listasafns Reykjavíkur, Umræðuþráðum árið 2016. Þetta er frumsýning myndarinnar á Íslandi.

Bíó Paradís

– – – – – – – –

 

Scottish artist Douglas Gordon (b. 1966) is among the best known artists of his generation. His works in various media including photography, drawing, installation, videowork and sculpture, often revolve around memories, the subconscious, perceptions of reality and of time, including the deconstruction and distortion of the familiar and well-known. Cultural history and popular films have formed the foundation of some of Gordon’s works; the oldest example of them being 24 Hour Psycho (1993), where Alfred Hitchcock’s film is projected on a screen that hangs in the middle of the exhibition space and is slowed down so that it takes 24 hours to show instead of the original 109 minutes. In the work Between Darkness and Light (After William Blake) from 1997 two films, The Song of Bernadette (1943) and The Exorcist (1973), are simultaneously projected onto the same screen. The films both address young girls who are possessed by spirits, divine and devilish; the conflict of good and evil one of the defining principles in many of Gordon’s works.

Gordon’s film, I Had Nowhere to Go (2016) is a personal documentary and ode to Lithuanian-American film pioneer Jonas Mekas (1922 – 2019), and is based upon Mekas’ memoirs, whose work played a key role at RIFF – Reykjavík International Film Festival in 2018. The film is 97 minutes long, narrated by the fragile voice of the aging artist who reads his memoirs from Lithuania during the horror of the Second World War and his escape to the USA. The score drives the film forward; darkness dominating the vast majority, occasionally interrupted by imagery that counterbalances Mekas’ memories. Although darkness dominates the screen, Gordon has emphasized that the film’s visuals are nonetheless rich,  the images simply appear in the mindset of the listener, the viewer and perceiver. Douglas Gordon participated in Talk Series (Umræðuþræðir) in 2016, a collaboration between IUA, Reykjavík Art Museum and Icelandic Art Center. This is the premiere of the film in Iceland.

Bíó Paradís

Associated events: