Ceal Floyer

(UK)

Enska listakonan Ceal Floyer (f. 1968) hefur vakið mikla athygli í hinum alþjóðlega listheimi fyrir verk sem afhjúpa virkni hversdagslegra og manngerðra hluta í nærumhverfi okkar. Verk hennar, hárnákvæm, fínleg og lágstemmd, ýta við vitundinni og vekja okkur. Ótengd og órafmögnuð ljósapera sem hangir úr loftinu er lýst upp úr fjórum áttum með fjórum ljósvörpum í verkinu Light (1994), verkið Monochrome Till Receipt (White) (1999) er innkaupastrimill, festur upp á vegg og hefur að geyma vörur úr nálægri kjörbúð sem við nánari athugun eiga það sammerkt að vera hvítar (andlitskrem, mjólk, salt, sykur, tannkrem, bómull, mozzarella og svo framvegis). Undirliggjandi kímni er til staðar í mörgum verka hennar, titlarnir órjúfanlegur hluti af inntakinu þar sem oft er unnið með tvíræðni orðanna og tungumálsins.

Verkið Garbage Bag (Ruslapoki) sem sýnt er á Sequences IX er frá árinu 1996. Svartur ruslapoki er blásinn upp með lofti sýningarýmisins, honum lokað með svörtu plastbandi og komið fyrir við útgang rýmisins.

Ceal Floyer hefur sýnt tvisvar áður á Íslandi, í Gallerí Gangi á Listahátíð í Reykjavík 2002 og í Safni árið 2006.

sýning a) – Kling & Bang

– – – – – – – –

 

English artist Ceal Floyer (b. 1968) has attracted much attention in the international art world for works that play on the functionality of everyday and manmade objects in our surrounding environment. Her work which is extremely-precise, delicate and subtle, pushes our consciousness and awakens us. A disconnected and unpowered light bulb that hangs from the ceiling is lit up from four sides by four slide projectors in the work Light (1994), the work Monochrome Till Receipt (White) (1999) is a shopping receipt mounted on the wall and contains products from a nearby shop, which upon closer inspection, all appear to be white (facial cream, milk, salt, sugar, toothpaste, cotton, mozzarella, and so on). Underlying humor is present in many of her works, the titles an integral part of the work, which often deal with the ambiguity of words and language.

The work Garbage Bag exhibited at Sequences IX  is from 1996. A black garbage bag, filled with the air of the room in which it is located and closed with a twist tie, is placed at the exit of the room.

Ceal Floyer has exhibited twice before in Iceland, in Gallerí Gangur (The Corridor) during Reykjavík Arts Festival 2002 and in Safn in 2006.

exhibition a) – Kling & Bang

Associated events: