Anna Hrund Másdóttir

(IS)

Anna Hrund býr og starfar í Los Angeles og Reykjavík. Hún lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er Anna Hrund meðlimur í Kling & Bang. Hún hefur verið virk í listalífi Reykjavíkur og tekið þátt í ýmsum verkefnum. Hún hélt einkasýninguna Donut GalaxyKleinuhringjavetrarbraut, í Listamönnum galleríi árið 2013, tók þátt í samsýningunum LOOK AROUND YOU, EXPERIMENT ONE í Kunstschlager árið 2014 og Nacho Cheese í Kling & Bang galleríi árið 2013. Anna Hrund hefur einnig tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum, bæði í Los Angeles og Miami.

Associated events: