SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Þorbjörg JónsdóttirÞorbjörg Jónsdóttir, A tree is like a man, 2019, stilla. Þorbjörg Jónsdóttir (f. 1979) er kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður með MFA-gráðu í tilraunakenndri kvikmyndagerð frá CalArts og BA-gráðu í myndlist frá LHÍ. Hún vinnur mest með tilraunakvikmynda- og vídeómiðilinn, í formi narratívra kvikmyndaverka, heimildamynda og vídeóinnsetninga. Hugðarefni hennar liggja meðal annars í etnógrafíu, landslagi og abstrakt formalisma í kvikmyndun, þar sem aðrar víddir og yfirnáttúruleg svið eru könnuð. Verk Þorbjargar hafa verið sýnd víða á kvikmyndahátíðum og í galleríum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum, meðal annars á CPH:DOX, IMAGES Film Festival, JEONJU Film Festival, FID Marseille og á LACMA. Nýjasta kvikmyndaverk hennar, A tree is like a man, var frumsýnd á CPH:DOX 2019 þar sem hún keppti í NEXT:WAVE flokknum.

A tree is like a man er tilraun til að snerta aðra heima. Þorbjörg Jónsdóttir kynntist shamaninum Don William fyrir tilviljun þegar hún var á ferðalagi í Amazon- frumskóginum í Kólumbíu árið 2000. Þessi kynni leiddu til áralangs samstarfs og vináttu sem m.a. gat af sér kvikmyndina A Tree is Like a Man. Kvikmyndin, sem tekin er á 16mm filmu yfir nokkurra ára tímabil, fjallar um plöntulyfið Ayahuasca, landslag frumskógarins og andaheim fólksins sem þar býr. (ÞJ)


Bíó Paradís
Mark