SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Þóranna Björnsdóttir© Þóranna Dögg Björnsdóttir Þóranna Dögg Björnsdóttir (f. 1976) lauk burtfararprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH og BA-prófi í sjón- og hljóðlistum frá Konunglega listaháskólanum í Haag.

Verk Þórönnu, sem fléttast af mynd og hljóði, byggja m.a. á samspili kvikmyndar og lifandi tónlistarflutnings og taka á sig mynd í formi hljóðskúlptúra, gjörninga og hljóðverka. Hún hefur sýnt verk sín víða og komið fram á fjölmörgum tónleikum og listahátíðum á Íslandi og erlendis. Þóranna starfar einnig sem gjörningalistamaður með listahópnum Wunderland.

Á Sequences IX mun Þóranna skapa aðstæður sem felast í að vekja upp eða kalla fram minningar; miðla reynslu, tengingu við umheiminn og búa til nýja.

„Að veita minningu um hljóð athygli dregur fram skarpar myndir í huganum; maður heyrir og sér fyrir sér. Hljóðbrot/minningabrot endurvakið er smækkuð mynd af veruleika sem var og með því að leggja áherslu á hljóð/in, fyrirbærin, getur skilningur og næmi aukist til að rannsaka, umbreyta og tjá nýjar hugmyndir um veruleika sem er og getur orðið. Hljóðin eru ósnertanleg og loftkennd líkt og minningarnar um þau. Hljóð eru hlutbundin. Hljóð verða óhlutbundin. Með því að endurskapa minningu um hljóð verður til upplifun sem er færð inn í stað og stund og búin eru til tengsl við fjarlægan heim.“


MarshallhúsiðMark