SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

30.1.20


Sequences fagnar þriggja ára samstarfssamningi við ReykjavíkurborgFrá opnun á verkinu Dagrenning, að eilífu, v.2.0, eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem sett var upp í eilitlu rými við höfnina í tilefni af 10 ára afmæli Sequences 2016. Verkið var öllum opið allan sólarhringinn í heilt ár.


Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um styrkveitingar til menningarstarfsemi borgarinnar og fögnum við áframhaldandi samstarfi við Reykjavíkurborg næstu þrjú árin. Stuðningur borgarinnar er Sequences mikilvægur og gerir ábyrgðaraðilum hennar kleift að gera lengritíma áætlanir. Sem endranær hefur Sequences það að markmiði að vera vettvangur frumkvæðis, tilrauna og áræðni og stuðla að gerð nýrra verka og sýna framsækna myndlist. 

Við þökkum það lán að búa hér við möguleika á svo öflugum stuðningi við margbreytilega og óháða menningarstarfsemi. Styrkveiting fór fram í Iðnó í gær og má hér líta yfir úthlutanir.

Undirbúningur fyrir tíundu Sequences hátíðina er nú í gangi og mun hún opna að hausti 2021.
Mark