SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Sæmundur Þór HelgasonSæmundur Þór Helgason, Hópmynd, 2014.Sæmundur Þór Helgason (f. 1986).

Á undanförnum árum hafa verk mín þróast í átt að innviða listsköpun. Ég hef af ásetningi komið verkum mínum fyrir innan ríkjandi valdakerfa og lagaumhverfis til að ljá þeim pólitíska virkni.

Árið 2017 stofnaði ég Félag Borgara sem eru hags­muna­sam­tök borg­ara og þrýsti­hópur um borg­ara­laun á íslandi. Hagsmunasamtökin fjár­magna- og fram­leiða verk­efni sem geta stuðlað að vit­und­ar­vakn­ingu à fjár­hags­legu- og menn­ing­ar­legu gildi þeirra vinnu sem fellur utan við­ur­kenndra starfs­greina.

Auk ofangreindrar starfsemi takast hagsmunasamtökin á við spurninguna um hvað teljist til ríkisborgara. Við höfum breikkað út hugmyndina um borgara sem nær núna einnig til einstaklinga sem ekki eru mannverur svo sem köngulær, fjöll, vegi og vélmenni. Þannig drögum við athyglina að fjölbreytileika þeirrar vinnu sem á sér nú þegar stað og þá mergð íbúa sem hafast við innan landfræðilegu löghelgi. Með því berjumst við fyrir heildstæðu fjárhagslegu öryggi, sem viðheldur afmarkaðri heild.

Á Íslandi búa fáar manneskjur á gríðarstóru landflæmi. Þess vegna er landið góður tilraunavettvangur fyrir listaverk sem ætlað er að taka sér bólstað í sameiginlegri vitund og hafa áhrif á stefnumörkun. Í stað þess að vera einungis táknræn gjörð ætlar listaverkið sér að standa fyrir kerfislægri umbreytingu.

Hópmynd / Group photo (2014) er tilraun listamannsins til þess að setja í forgrunn tengsl listframleiðslu og almennra þjónustustarfa. Verkið gerði Sæmundur þegar hann nam master í myndlist í Goldsmiths College í London. Ljósmyndin var tekin í prenstofu í London af viðskiptavini og sýnir listamanninn ásamt starfsfólki prentstofunnar.


sýning a)  -  Kling & Bang
Mark