Sequences VIII: Teygjanlegir Tímar


Joan Jonas. Song Delay film still, 1973. 16 mm film, black-and-white,
sound; 18 minutes 35 seconds. Camera: Robert Fiore. © Joan Jonas.
„Sequences VIII: Teygjanlegir tímar“ býður upp á margvíslegar innsetningar, gjörninga, hljóðverk, vídeóverk og íhlutun í almenningsrými um alla Reykjavík. Um leið og Sequences-hátíðin notar hugtakið „rauntími“ til að vísa til miðlunar í tíma, felur „teygjanlegur tími“ í sér hvernig nota má hugtakið um þá reynslu og upplifun að skapa list, með því að skoða hvernig listamenn eiga við tímann sem hráefni. Hugtakið „rauntími“ kallar svo ósjálfrátt fram orðið „órauntími“ og varpar þannig fram spurningum um hvers vegna afstrakt mælitæki eins og klukka teljist raunverulegri en tíminn eins og einstaklingurinn upplifir hann. Klukkan veitir vissulega samstillingu, en engu að síður er hugmynd okkar um tímann takmörkuð þegar tekið er tillit til smásærra eða jarðfræðilegra tímakvarða. Með því að teygja, bergmála og snúa upp á tímann fara verkin á Sequences VIII oft handan staðlaðra mælinga til að kanna óhefðbundin kerfi. Þessi verk minna okku á að hrynjandi hversdagsins ákvarðast ekki eingöngu af hefðum og stað, heldur getur hún líka verið einstaklingsbundin, sérsniðin jafnvel, eða rótgróin í náttúruöflum sem við höfum enga stjórn á.
Margot Norton – sýningarstjóri
Heiðurslistamaður 2017:
Joan Jonas
Joan Jonas (f. 1936 í New York. Býr og starfar í New York) hefur síðan á síðari hluta sjöunda áratugarins skapað brautryðjandi þverfagleg verk þar sem hún kannar formgerðir sem grundvallast á tíma og þá pólitík sem felst í áhorfi. Verkefni hennar fela oft í sér leikhús, dans, hljóð, texta, teikningu, skúlptúr og vídeóvörpun. Þau reiða sig á breytilegar samsvaranir, tákn og þræði frásagnar, en hafna einnig hinu línulega og leggja fremur áherslu á hina tvíþættu og brotnu sögu. Joan lærði skúlptúr en á síðari hluta sjöunda áratugarins varð hún þekkt fyrir gjörningalist og árið 1968 lauk hún við fyrsta kvikmyndaverk sitt, Wind. Joan var brautryðjandi í vídeólist og hóf að nota Portapak myndbandskerfið árið 1970 til að skoða þá breytingu sem á sér stað frá myndavélinni til vörpunar að líkamanum og rýminu þar sem athafnir eiga sér stað í rauntíma. Í nýlegum vídeóverkum, gjörningum og innsetningum sínum hefur Joan oft starfað með tónlistarfólki og dönsurum og sótt í brunn bókmennta og goðsagna við úrvinnslu á marglaga rannsóknum sínum.
Á Sequences VIII er að finna einkasýningu Joan Jonas í Nýlistasafninu, en þar eru verk sem spanna allan starfsferil hennar – allt frá elstu myndbandsverkum eins og Wind (1968) og Songdelay (1973) til nýlegra verka eins og Stream or River, Flight or Pattern (2016), en það er verk sem hún vann í ferðum til Feneyja, Singapúr, Nova Scotia og Víetnam. Í eldri verkum sínum skoðar Joan hrynjandi kvikmyndar með því að taka upp og varpa stöðluðum fjölda af römmum á sekúndu og með því að taka upp misræmi milli hljóðræns og sjónræns tíma. Þetta er sérstaklega áberandi í Songdelay, sem var tilraun með framleiðslu og móttöku hljóðs. Þótt hljóðið sjálft sé ekki sjáanlegt greinir myndavélin mismun á fjarlægð, stærðarhlutföllum, hljóði og tíma þar sem viðfangið slær saman tveimur viðarbútum, fyrst nálægt, síðan í fjarlægð. Í Wind er ósýnilegt náttúruafl gert sýnilegt með því að láta viðfangið færast gegnt vindinum. Myndin var tekin án hljóðs en hraðað í sýningu upp í 24 ramma á sekúndu og líkir þannig eftir hrynjandi í myndum frá árdögum kvikmyndalistarinnar. Mirage (1976/1994/2005), sem einnig er að finna á sýningunni, var upphaflega hugsað sem gjörningur þar sem teiknun og endurteknar líkamlegar hreyfingar voru rofnar með mismunandi vídeósýningum og skúlptúrískum hlutum, svo sem pappírskeilum sem vísa í form eldfjalla. Árið 2005 endurvann hún þetta verk sem afmarkaða innsetningu, þar sem koma saman þættir minnis, leikja, tilrauna, teiknaðra hreyfingar og misgengra takta. Verkið var innblásið af „endalausu teikningunum“ sem lýst er í Bók hinna dauðu frá Nýju Gíneu, en þar er því haldið fram að til þess að komast úr einum heimi yfir í annan verði maður að klára teikningu í sandinum við landamæri lífs og dauða.
Joan var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjartvíæringnum 2015 og sýndi þar innsetninguna, They Come to Us Without a Word (2015). Þetta verk einblínir á fíngert og ört breytilegt ástand plánetunar. Þetta verk og annað fyrra verk, Reanimation (2010/2012/2013) sótti innblástur í Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness, og þá sérstaklega það sem skáldið hafði að segja um dýrin og hina undraverðu og viðkvæmu þætti lífríkisins. Í nýlegu verki Joan, sem er eitt merkasta verkefni hennar síðan hún sýndi á tvíæringnum, Stream or River, Flight or Pattern, vinnur hún áfram með umhverfið og rótgróinn áhuga sinn á tímanum. Myndböndin í þessu verki spyrða saman myndskeiðum af gjörningum, mósaíkgólfum í Feneyjum, risafurum í Kaliforníu, ýmisskonar trjám á Spáni, fuglum í búri í Singapúr, grafreit í Genúa og myndskeiðum frá ferðum hennar um Kambódíu og Víetnam. Ólínuleg frásögnin dregur fram skýrar minningar af fyrri ferðum og efnistökum úr draumum, sem listamaðurinn segir eiga við „okkar veröld dýra, lífs, dauða, fegurðar og sorgar.“ Í Nýlistasafninu er rými með aukinni lofthæð og þar hanga neðan úr loftinu fíngerðir pappírsflugdrekar sem Joan fann í þorpi í Víetnam sem sérhæfir sig í gerð hefðbundinna flugdreka. Flugdrekarnir eru minjagripir frá ferðum hennar um þennan heimshluta og þeir kallast á við vídeóverkin. Joan handmálaði flugdrekana og breytti þeim. Joan sýnir einnig Moving Off the Land (2016/2017) en það er tilraunakennt erindi í Tjarnarbíói sem verður haldið sunnudaginn 8. október næstkomandi í samvinnu við tónskáldið og hljóðfæraleikarann Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.
Myndaalbúm
Listamenn 2017
Helena Aðalsteinsdóttir
f. 1990 Reykjavík.
Birgir Andrésson
Hildigunnur Birgisdóttir
f. 1980 Reykjavík.
Margrét Bjarnadóttir and Elín Hansdóttir
f. 1980 Reykjavík.
Florence Lam
f. 1992, Vancouver, Canada.
![]()
Nancy Lupo
f. 1983 Flagstaff, Arizona.
Sara Magenheimer
f. 1981, Philadelphia, Pennsylvania.
Anna K.E. & Florian Meisenberg
f. 1986, Tbilisi, Georgia.
Rebecca Erin Moran
f. 1976 Greeley, Colorado.
Eduardo Navarro
f. 1979 Buenos Aires, Argentina.
Ragnar Helgi Ólafsson
f. 1971 Reykjavík.
Roman Ondak
f. 1966 Zilina, Slóvakíu.
Habbý Ósk
f. 1979 Akureyri, Íslandi.
![]()
Agnieszka Polska
f. 1985, Lublin, Póllandi.
Aki Sasamoto
f. 1980 Yokohama, Japan.
Una Sigtryggsdóttir
f. 1990, Reykjavik.
Cally Spooner
f. 1983 Ascot, Englandi.
Ásgerður Birna Björnsdóttir
f. 1990 Reykjavík.
David Horvitz
f. 1982 Los Angeles.
Alicja Kwade
f. 1979 Katowice, Póllandi.
TEYMI 2017
STJÓRN 2017
Á Sequences VIII er að finna einkasýningu Joan Jonas í Nýlistasafninu, en þar eru verk sem spanna allan starfsferil hennar – allt frá elstu myndbandsverkum eins og Wind (1968) og Songdelay (1973) til nýlegra verka eins og Stream or River, Flight or Pattern (2016), en það er verk sem hún vann í ferðum til Feneyja, Singapúr, Nova Scotia og Víetnam. Í eldri verkum sínum skoðar Joan hrynjandi kvikmyndar með því að taka upp og varpa stöðluðum fjölda af römmum á sekúndu og með því að taka upp misræmi milli hljóðræns og sjónræns tíma. Þetta er sérstaklega áberandi í Songdelay, sem var tilraun með framleiðslu og móttöku hljóðs. Þótt hljóðið sjálft sé ekki sjáanlegt greinir myndavélin mismun á fjarlægð, stærðarhlutföllum, hljóði og tíma þar sem viðfangið slær saman tveimur viðarbútum, fyrst nálægt, síðan í fjarlægð. Í Wind er ósýnilegt náttúruafl gert sýnilegt með því að láta viðfangið færast gegnt vindinum. Myndin var tekin án hljóðs en hraðað í sýningu upp í 24 ramma á sekúndu og líkir þannig eftir hrynjandi í myndum frá árdögum kvikmyndalistarinnar. Mirage (1976/1994/2005), sem einnig er að finna á sýningunni, var upphaflega hugsað sem gjörningur þar sem teiknun og endurteknar líkamlegar hreyfingar voru rofnar með mismunandi vídeósýningum og skúlptúrískum hlutum, svo sem pappírskeilum sem vísa í form eldfjalla. Árið 2005 endurvann hún þetta verk sem afmarkaða innsetningu, þar sem koma saman þættir minnis, leikja, tilrauna, teiknaðra hreyfingar og misgengra takta. Verkið var innblásið af „endalausu teikningunum“ sem lýst er í Bók hinna dauðu frá Nýju Gíneu, en þar er því haldið fram að til þess að komast úr einum heimi yfir í annan verði maður að klára teikningu í sandinum við landamæri lífs og dauða.




Joan Jonas. Moving off the Land, (2016/2017). Með Maríu Huld Markan. Ljósmynd: Edda K. Sigurjónsdóttir. © Joan Jonas.
Joan var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjartvíæringnum 2015 og sýndi þar innsetninguna, They Come to Us Without a Word (2015). Þetta verk einblínir á fíngert og ört breytilegt ástand plánetunar. Þetta verk og annað fyrra verk, Reanimation (2010/2012/2013) sótti innblástur í Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness, og þá sérstaklega það sem skáldið hafði að segja um dýrin og hina undraverðu og viðkvæmu þætti lífríkisins. Í nýlegu verki Joan, sem er eitt merkasta verkefni hennar síðan hún sýndi á tvíæringnum, Stream or River, Flight or Pattern, vinnur hún áfram með umhverfið og rótgróinn áhuga sinn á tímanum. Myndböndin í þessu verki spyrða saman myndskeiðum af gjörningum, mósaíkgólfum í Feneyjum, risafurum í Kaliforníu, ýmisskonar trjám á Spáni, fuglum í búri í Singapúr, grafreit í Genúa og myndskeiðum frá ferðum hennar um Kambódíu og Víetnam. Ólínuleg frásögnin dregur fram skýrar minningar af fyrri ferðum og efnistökum úr draumum, sem listamaðurinn segir eiga við „okkar veröld dýra, lífs, dauða, fegurðar og sorgar.“ Í Nýlistasafninu er rými með aukinni lofthæð og þar hanga neðan úr loftinu fíngerðir pappírsflugdrekar sem Joan fann í þorpi í Víetnam sem sérhæfir sig í gerð hefðbundinna flugdreka. Flugdrekarnir eru minjagripir frá ferðum hennar um þennan heimshluta og þeir kallast á við vídeóverkin. Joan handmálaði flugdrekana og breytti þeim. Joan sýnir einnig Moving Off the Land (2016/2017) en það er tilraunakennt erindi í Tjarnarbíói sem verður haldið sunnudaginn 8. október næstkomandi í samvinnu við tónskáldið og hljóðfæraleikarann Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.
Myndaalbúm
Opnun í Kling & Bang; gjörningur – Roman Ondak; gjörningur – Eduardo Navarro. Ljósmyndun: Margarita Ogolceva.
Opnun Ásgerðar Birnu Björnsdóttur; opnun Hildigunnar Birgisdóttur.
Ljósmyndun: Margarita Ogolceva.










Gjörningur David Horvitz ásamt Jófríði Ákadóttur, í Mengi.
Ljósmyndun: Ólöf Kristin Helgadóttir.
Listamenn 2017
Ljósmyndun: Margarita Ogoļceva
Helena Aðalsteinsdóttir
f. 1990 Reykjavík.
Býr og starfar í Amsterdam.
Birgir Andrésson
f. 1955 Vestmannaeyjum, Íslandi. d. 2007 Reykjavík.
Hildigunnur Birgisdóttir
f. 1980 Reykjavík.
Býr og starfar í Reykjavík.
Margrét Bjarnadóttir and Elín Hansdóttir
f. 1980 Reykjavík.
Búa og starfa í Reykjavík.
Florence Lam
f. 1992, Vancouver, Canada.
Býr og starfar í Reykjavík.
Birt með leyfi listamannsins.

Nancy Lupo
f. 1983 Flagstaff, Arizona.
Býr og starfar í Los Angeles.
Sara Magenheimer
f. 1981, Philadelphia, Pennsylvania.
Býr og starfar í New York.
Anna K.E. & Florian Meisenberg
f. 1986, Tbilisi, Georgia.
f. 1980, Berlin, Germany.
Búa og starfa í New York og Düsseldorf, Germany.
Rebecca Erin Moran
f. 1976 Greeley, Colorado.
Býr og starfar í Reykjavík.
Eduardo Navarro
f. 1979 Buenos Aires, Argentina.
Býr og starfar í Buenos Aires, Argentina.
Ragnar Helgi Ólafsson
f. 1971 Reykjavík.
Býr og starfar í Reykjavík.
Roman Ondak
f. 1966 Zilina, Slóvakíu.
Býr og starfar í Bratislava, Slóvakíu.
Habbý Ósk
f. 1979 Akureyri, Íslandi.
Býr og starfar í New York.
Birt með leyfi listamannsins.

Agnieszka Polska
f. 1985, Lublin, Póllandi.
Býr og starfar í Berlin.
Aki Sasamoto
f. 1980 Yokohama, Japan.
Býr og starfar í New York.
Una Sigtryggsdóttir
f. 1990, Reykjavik.
Býr og starfar í Reykjavik.
Cally Spooner
f. 1983 Ascot, Englandi.
Býr og starfar í London og Aþenu, Grikklandi.





Ásgerður Birna Björnsdóttir
f. 1990 Reykjavík.
Býr og starfar í Amsterdam.
David Horvitz
f. 1982 Los Angeles.
Býr og starfar í Los Angeles.
Alicja Kwade