SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Roger AcklingRoger Ackling, Weybourne, sólargeislar á við, 1991, hluti. Enski listamaðurinn Roger Ackling (1947 – 2014) er þekktur fyrir fíngerða tréskúlptúra sem unnir eru með sólargeislum og litlu stækkunargleri í fundinn efnivið svo sem rekavið og skran. Aðferðina þróaði Ackling snemma á ferli sínum en hann nam í Saint Martin’s School of Art á árunum 1966 – 1968, á sama tíma og Richard Long og Hamish Fulton sem áttu eftir að verða nánir vinir og samstarfsmenn hans. Líkt og þeir Long og Fulton vann Ackling verk sín undir berum himni í nánu samneyti við náttúru og landslag, verk hans eru í raun unnin af náttúruöflunum þar sem Ackling er eins og hógvær milligöngumaður. Ackling sat klukkustundum saman við gerð hvers verks þar sem hann hélt á viðarkubbi eða öðrum efnivið í vinstri hendi og í þeirri hægri beindi hann stækkunargleri að efniviðnum. Í gegnum stækkunarglerið brutu sólargeislar sér leið og brenndu punkta í efniviðinn og þegar listamaðurinn færði stækkunarglerið hægt til vinstri eða hægri tóku punktarnir smám saman að mynda línur. Stundum má sjá rof í línunni, til dæmis þegar skýjaslæða hefur komið í veg fyrir teikningu sólarinnar en stækkunarglerið þurfti að vera í hárréttri fjarlægð frá efniviðnum til að sólinni tækist að brenna viðinn. Úr verða kyrrlátir og hugleiðslukenndir skúlptúrar, iðulega kenndir við þann stað þar sem Ackling var staddur á þegar teikningin átti sér stað. Í undirtitli er aðferðinni og efniviðnum svo lýst; sólargeislar á tré, sólargeislar á laufblað, sólargeislar á  herðatré o.s.frv. Samhliða myndlistariðkun sinni starfaði Ackling sem virtur kennari sem hafði mikil áhrif á margar kynslóðir ungra listamanna. Ackling hélt sýningu á verkum sínum í listrýminu Önnur hæð í Reykjavík árið 1995 en verkið sem sýnt er á Sequences IX er eitt þeirra verka sem þar var sýnt. Ackling hafði þá einu sinni áður komið til Íslands, dagana 5. – 12 júní árið 1979 fóru hann og Hamish Fulton í göngu sem hófst og lauk í Hólmavík norður á Ströndum. Fulton tók ljósmyndir á göngu sinni en Ackling safnaði saman rekavið sem hann vann með fyrrgreindri aðferð.


sýning a) - Kling & Bang
Mark