SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Pétur Már GunnarssonSkjáskot - Pétur Már Gunnarsson.Pétur Már Gunnarsson (f. 1975) er rólegur. Hann hefur stigið varlega til jarðar við ýmis störf og listir um alllangt skeið. Hans síðasta brautskráning með láði var frá Concordia-háskóla í Montréal árið 2015. Þar hlotnuðust honum, auk MFA-gráðu, myndarlegir styrkir og góðar viðurkenningar. Þá féll í hans skaut úthlutun árið 2014 úr styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur. Liðnir atburðir hafa á stundum ratað inn í verk hans en þó er það núið sem á hug hans allan, enda svo brothætt að minnsta andvaraleysi getur gengið af því dauðu. Væri þá ekkert eftir utan einn ímyndaður skurðpunktur. Gegnumgangandi ásetningur Péturs er heill og staðfastur: Að sigra.

„Upphaf verksins má rekja til ársins 1901 þegar fyrst sást til beltaþyrils hér á landi. Á síðari árum hefur sést æ oftar til þessa flökkufugls. Verkið er í nokkrum lögum sem öll þrýsta sér eða laumast inn í framandi heim. Ekki ósvipað því þegar póstberi smokrar dagblaði gegnum lúgu á hurð, inn til manns utan úr aðfaranótt.

Það birtist okkur sem gestur sem smýgur yfir mörk og varpar þannig ljósi á þau. Mörkin eru af ýmsum toga og umfangi: Veggir, fjarlægð, flokkar, tegundir, greiningar, tímaskeið, eðlis-/stigsmunur. …

Fastur á bili markanna er maður. Hann reynir að ná sambandi við flökkufugl en sá virðist tilheyra öðrum miðli. Í ofanálag ganga kettir lausir.“ (PMG)


Open
Mark