SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Mark LewisMark Lewis, Through Glass, 2019, stilla.Kanadíski listamaðurinn Mark Lewis (f. 1958) hóf feril sinn sem ljósmyndari en tók í kringum árið 1995 að vinna með kvikmyndamiðilinn sem hann hefur lagt áherslu á allar götur síðan. Kvikmyndir Lewis skipta tugum og eru einum þræði rannsókn á sjónrænum eiginleikum kvikmyndamiðilsins og tengslum hans við málverka- og ljósmyndahefðina. Eins og til að undirstrika þann þátt eru þær flestar hljóðlausar og stuttar, örfáar mínútur sem er sá tími sem gæti tekið áhorfanda að virða málverk eða ljósmynd gaumgæfilega fyrir sér. Í titlum kvikmynda hans er iðulega vísað í heiti staðarins þar sem kvikmyndin er tekin upp og stundum jafnframt í hreyfingar kvikmyndavélarinnar eða beitingu aðdráttarlinsunnar, lóðrétt, lárétt, kyrrstætt, 360 gráður (dolly, pan, tilt, o.sfrv.); kannski ekki ósvipað því þegar málverki er lýst sem olía á striga.  Kvikmyndavélin ákvarðar sjónarhornið, þrengir það og víkkar út, teiknar upp heiminn. Sjónarhornin eru af ýmsum toga, kvikmyndir Lewis birta jafnt iðandi stórborgir og kyrrlátar náttúrustemningar og þótt eiginlegum söguþræði sé ekki fyrir að fara fela þær alltaf í sér einhvers konar örsögu eða hreyfingu, sumar kvikmyndanna leiknar og aðrar ekki. Þessi hlutlæga könnun á möguleikum kvikmyndamiðilsins skapar framandleika og draumkennt ástand. Mark Lewis hefur sýnt um heim allan og var fulltrúi Kanada á Feneyjatvíæringnum 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Lewis eru sýnd á Íslandi.


sýning a) - Kling & Bang


Mark