Margrét Helga Sesseljudóttir

© Margrét Helga Sesseljudóttir
Margrét Helga Sesseljudóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA-próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2010 og lauk MA-gráðu frá sama skóla 2019.
„Ég bý til staðbundna skúlptúra og innsetningar. Hlutföll og skali spila gegna mikilvægu hlutverki í verkum mínum. Ég geri skúlptúra sem eru gerðir með mannslíkamann í huga; þeir eru í mannlegum stærðum. Þeir líkjast tómu sviði, þar sem eitthvað gæti hafa gerst en allir eru farnir og enginn man hvað gerðist. Ég vil búa til andrúmsloft óhugnalegs tómleika og munúðarfulls mikilfengleika.
Íbúðin mín er hlý og rök. Það er kveikt á þvottavélinni og illa lyktandi handklæði liggja á ofninum. Gólfið, veggirnir og loftið eru tóm; íbúðin er tómarúm. Morgunbirtan skín í gegnum gardínulausu gluggana. Postulínsstyttur standa í gluggasyllunum, allt er bjart og hljótt. Plastparkettið er ójafnt og fitugt og hvítur vökvi lekur uppúr því. Scopaesthesia er fyrirbrigði þar sem manni líður eins og einhver sé að stara á mann. Það er tilfinningin um að ill augu séu að fylgjast með manni.“ (MHS)
sýning b) - Marshallhúsið