SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Kristján GuðmundssonKristján Guðmundsson, Ósótt útsýni, 2001, birt með leyfi listamannsins, i8 gallerí og gallerí Riis © Stein Jørgensen.Kristján Guðmundsson ( f. 1941) er sjálfmenntaður í myndlist og hefur um áratugaskeið verið einn af athyglisverðustu listamönnum Íslands. Verk hans einkennast af einfaldri og formfastri framsetningu í bland við ljóðrænu þar sem iðulega bregður fyrir heimspekilegri nálgun og djúpri og ísmeygilegri kímni. Miðlarnir fjölbreyttir, málverk, teikning, skúlptúrar, innsetningar, gjörningar og bókverk svo dæmi séu tekin og í mörgum verka Kristjáns er unnið meðvitað með eigindir og merkingu miðilsins. Efniviðurinn í myndlist hans oft hversdagslegur, beinskeyttur og hrár; ritblý, þerripappír, blek, hallamál, íþróttavörur, rafmagnskaplar, stálrör og einangrunargler. 

Litað og/eða glært einangrunargler er uppistaðan í verkum sem Kristján hóf að vinna að í kringum aldamótin síðustu. Titlar verkanna og margræður leikur með tungumálið eru órjúfanlegur hluti af inntakinu svo sem Barnablátt útsýni (1998 – 1999), Draumaútsýni (1999) og Rautt málverk með tæru útsýni (2000). Verkið Ósótt útsýni er frá þessu tímabili, fyrst sýnt á Kjarvalsstöðum 2001. Efniviður verksins er tvöfalt einangrunargler, verkið lifir sem hugmynd og útlit þess breytilegt, háð því sem til fellur af ósóttum pöntunum í glerverksmiðjum hverju sinni.


sýning a) - Kling & Bang
Mark