SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Karlotta BlöndalKarlotta Böndal, Nafnlaust (uppgufað), blýantur á pappír og 24 x 28,5 cm, 2019.Karlotta Blöndal (1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Háskólanum í Lundi. Verk hennar eru unnin í margs konar miðla, teikningu, málverk, innsetningar og gjörninga þar sem hún skoðar hugmyndir um víddir, tengslin á milli hins efnislega og andlega, hins einstæða og fjöldaframleidda. Karlotta hefur sýnt í helstu sýningarýmum á Íslandi og víða utan landsteinanna.

„Fyrir framan spegilinn er alls kyns handahóf. Einhver veiðir lokk framan úr andlitinu. Annar strýkur hárinu til hliðar. Hér leiðréttir maður línu og kona hneppir tölu frá. Þú virðir sjálfa þig fyrir þér í hálfum skugga. Ég kem hingað aftur og aftur í mismunandi nekt. Hann var brosmildur einn góðan veðurdag í febrúar 1907. Henni leist ekki á blikuna í nóvember 2016. Hvert augnablik fyrir framan spegil er tilraun. Hér mætir óreiðan einhverskonar mynstri. Upplifun sem verður ekki talin. Í speglinum birtist mennskur tími.

Á Sequences IX leggur Karlotta Blöndal til verk sem fæst við tímann á marglaga hátt. Nú lifum við ekki aðeins á tölvuvæddri öld heldur stöndum við frammi fyrir síð-stafrænni framtíð. Þá spretta upp spurningar sem í senn eru nýstárlegar og kunnuglegar.  Því samofnari sem maður og vél verða, því ákafara er spurt: Í hverju felst mennskan? Er til einhvers konar reynsla af tímanum sem aðeins mannfólkið upplifir? Karlotta velur spegilinn sem miðil fyrir þessar spurningar. Spegillinn er kunnuglegur félagskapur í lífi okkar en þekkjum við hann eins vel og hann þekkir okkur? Í speglinum segjum við að hlutlægur veruleikinn birtist okkur í fullkominni eftirlíkingu. En með frádrætti og endurtekningum nálgast Karlotta viðfangsefni sitt, að draga upp mynd af spegluninni sjálfri. Hreyfingingunni sjálfri. Það sem eftir stendur í fari manneskjunar þegar öll hlutgerving er fjarlægð.
Er tíminn flæði eða er tíminn röð atvika? Er hreyfingin sjálfur kjarni tilverunnar eða blekkingin ein? Svoleiðis spurningar leituðu á hugann í fornöld. Hafa slíkar spurningar úrelst á stafrænni öld? Speglar ekki skjárinn stafrænan veruleika sem er ekkert nema röð kyrramynda –táknaðar með tölunum 1 og 0? Eða býr eitthvað annað að baki? Karlotta beinir sjónum að einhverju sem er handan við spegilinn. Fjarvera í heimi speglunar vísar til nærveru í mennskum tíma.” (Valur Brynjar Antonsson)


sýning b) - Nýlistasafnið
Mark