SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Karin SanderKarin Sander, Call shots, frá sýningu: Kunst Museum Winterthur 2018 © Andrea Rossetti, birt með leyfi Karin Sander og i8 gallerí.Þýska myndlistarkonan Karin Sander (f. 1957) er þekkt víða um heim og hefur um árabil tengst íslensku myndlistarlífi sterkum böndum. Árið 1994 var fyrst haldin sýning á myndlist hennar hérlendis en þá vann hún verkið Wallpiece inn í sýningarýmið Önnur hæð. Nokkrir valdir veggfletir sýningarýmisins voru spegilfægðir með æ fíngerðari sandpappír. Til urðu gljáfægð veggverk sem fönguðu á lágstemmdan hátt sýningarýmið sjálft og gesti þess.

Verk Karin Sander byggja oft á virkri þátttöku áhorfenda, sterku hugmyndafræðilegu inntaki, glettni og einföldum leikreglum sem listakonan setur sér. Tilviljanir og tími eru breytur sem iðulega móta myndlist hennar, í því samhengi má nefna Mailed paintings þar sem hvítur, grunnaður strigi á blindramma er sendur, óvarinn, í pósti á milli sýningastaða. Stimplar, utanáskrift, límmiðar, kusk, blettir og óhreinindi taka að setja mark sitt á strigann sem síðan er hengur upp á vegg í gallerírýminu.

Á Sequences IX eru til sýnis nokkrar ljósmyndir úr ljósmyndaseríunni Call Shots sem Karin Sander byrjaði að vinna að árið 2014. Listakonan lætur forrita símann sinn þannig að í hvert sinn sem hún svarar símanum tekur síminn ljósmynd. Ljósmyndin fangar ákveðið augnablik í tíma og rúmi, hringjandinn verður beinn gerandi í verkinu og útkoman tilviljanakennd, fjölbreytt og heillandi.


sýning a) - Kling & Bang
Mark