Jason de Haan

Jason de Haan, cannon ball, 2011.
Jason de Haan (1981) er listamaður sem búsettur er í Suður-Alberta í Kanada á landsvæði Siksika, Piikuni, Kainai, Tsuut’ina og Stoney Nakoda ættbálkanna. Í verkum sínum bregst hann við umhverfinu og hinum ýmsu aðstæðum sem á vegi hans verða. Hann leitar uppi rými þar sem eftirstöðvar og hið ósýnilega afhjúpa óvissueðli sitt. Af nýlegum sýningum má telja Negra Fortuna, Museo de la Ciudad, Querétaro, Mexico (2019) og Eth Yrtanny Fo Istdance, Clint Roenisch Gallery, Toronto, Kanada (2018). Hann útskrifaðist með MFA frá Bard College, NY árið 2015, var tilnefndur til Sobey Art Award árið 2012, og er á mála hjá Clint Roenisch Gallery í Kanada.
„Með einum skildingi úr hverjum virkum gjaldmiðli heimsins er myndaður lítill hnöttur: svartálfaljóð, mýrarhnoðri, viðurstyggilegur klumpur, myrk stjarna, þeytiskífa, draumur sem steingervist í móðurkviði.“ (JDH)
sýning a) - Kling & Bang